Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 23 lag fyrir landið og skipta því í deildir eftir stöðum eða landshlutum en einnig gæti komið til sérfræð- ingadeild og svo framvegis. í lagabreytingatillög- um kom einnig fram að enginn hópur lækna mætti gera samning um kjör nema að höfðu samráði við stórn LI og að fengnu samþykki hennar. Þá voru í þessum lagabreytingatillögum ákvæði um sérstök réttindi til handa félagsmönnum varðandi stöður, staðgengla ogfleira. Mál fóru svo á aðalfundinum að ný lög voru samþykkt, en jafnframt samþykkt tillaga um að skipa fimm manna nefnd til þess að athuga hvort ekki mundi ráðlegt að haga félags- skap lækna þannig að eitt læknafélag, Læknafélag Islands, sé fyrir allt landið og sé skipt í hæfilega margar deildir, og hvort ekki sé rétt að það sjái um ritstjórn og útgáfu Læknablaðsins. Auk þess var nefndinni falið að endurskoða Codex Ethicus fyrir næsta aðalfund. Það bar til tíðinda á þessum aðalfundi þar sem enn á ný var rætt um berklavarnir og berklaveik- ina, og var þá búið að skipa í nýtt embætti berkla- yfirlæknis, að lesið var upp bréf frá sjúklingum á berklahælinu á Reykjum í Ölfusi. í bréfinu segir að sjúklingum á Reykjahæli hafi borist erindi frá sjúklingunum á Kristneshæli varðandi ýmis sam- eiginleg velferðar- og áhugamál íslenskra berkla- sjúklinga. í fyrsta lagi að ríkisvaldið tryggi efna- snauðum berklasjúklingum sem útskrifast af berklahælunum vinnu sem getur talist við hæfi þeirra, leggi þeim til lífeyri ella, í öðru lagi að n'kið leggi áðurnefndum sjúklingum til stofnfé að atvinnurekstri við þeirra hæfi, svo sem til hænsna- ræktar, loðdýraræktar, garðræktar og fleira. Og í þriðja lagi að hið svokallaða krónugjald verði af- numið með lögum. í bréfinu er að finna nánari greinargerð varðandi þessi atriði og í lokin er þess óskað að aðalfundur LÍ taki þessi atriði til ræki- legrar meðferðar og kjósi nefnd lækna sem í sam- ráði við nefnd berklasjúklinga vinni að undirbún- lngi og framgengni þessara mála. Fór svo að aðal- fundurinn vísaði þessu erindi til stjórnar en þarna var á ferðinni fyrsti vísir að öflugu sjúklingafélagi, SlBS, sem stofnað var þá um haustið, í október 1938, á Vífilsstöðum. Á aðalfundinn 1939 kom fyrirlesari frá Svíþjóð, prófessor Sven Ingvar, og flutti tvo fyrirlestra, annars vegar um meðferð langvinnra gigtsjúk- dóma og hins vegar urn mataræði Svía. Varðandi hinn síðari var auglýst á aðalfundinum að læknum væri heimilt að taka með sér konur sínar til að hlýða á fyrirlesturinn, sem var sagður mjög fróð- egur og víðtækur, bæði almenns eðlis um matar- æði og „speciellt um mat Svía. “ Þá var á þessum nöalfundi umræða, trúlega sú fyrsta á landinu, um botasýki. Jóhann Sæmundsson, þá trygginga- læknir, flutti erindi um beinbrot og slysatrygging- ar. Ræddi hann m.a. um slysaneurosur og einnig kom það fram að Reykvíkingar eru meira útsettir fyrir að fá neurosur heldur en fólk út um land. Menn ræddu stofnun vinnuhælis fyrir slasað fólk og var samþykkt eftirfarandi tillaga frá Sigurði Sigurðssyni: „Fundurinn telur sig hlynntan hug- myndinni um stofnun œfinga- og vinnulœkninga- stofnunar fyrir slasaða menn og álítur það mikils- vert atríði íþví að flýtafyrír vinnuhœfni þeirra og jafnvel (einstökum tilfellum tilþess að fyrirbyggja tryggingarsjúkdóma. “ LÍ á tíma síðari heimsstyrjaldar Nú dregur til heimsstyrjaldarinnar síðari. Það eru ekki haldnir aðalfundir í LÍ árin 1940 og 1941. Ákvörðun þar að lútandi hafði eftirmála. Stjórn LÍ hafði rækilega tilkynnt að aflýsing aðalfunda þessi ár væri tilkomin vegna eindreginna tilmæla landlæknis, það væri ekki forsvaranlegt að stefna læknum landsins öllum til Reykjavíkur á þessum styrjaldartímum. Gert hefði verið samkomulag um að engin þau mál yrðu tekin upp af hálfu heilbrigðisstjórnarinnar sem skipti lækna megin- máli og ættu samkvæmt eðli þeirra að ræðast á aðalfundi LÍ. Þegar komið var fram á árið 1942 kom greinilega í Ijós að menn töldu brotið á fé- lagsskap lækna á þessum umrædda tíma, sam- komulagið ekki virt sem skyldi, eins og fram kom á aðalfundinum það ár. Það leiddi hins vegar til þess að landlæknir taldi sér skylt að gera hreint fyrir sínum dyrum og í greinargerð segir hann að það hafi nú verið formaður Læknafélagsins sem hafi komið til sín og leitað ráða um það hvort ráðlegt væri að hafa aðalfund í Reykjavík vegna hættu af hernaðaraðgerðum þar og annars staðar. Þó að landlæknir hafi ekki óttast það aðstreymi lækna til Reykjavíkur er verulegu máli skipti kvaðst hann hafa getað fallist á að fundarboð mætti að vísu teljast miður viðeigandi eins og á stæði. Hafi formaðurinn beðið hann um leyfi til að mega láta þess getið þegar hann afboðaði fund- ina að það væri gert fyrir sín tilmæli. Og segir landlæknir að sök sín hafi verið sú að hafa veitt þetta umbeðna leyfi, munnlega árið 1940 en skrif- lega 1941. Eða með öðrum orðum: fullyrðingar stönguðust á. Á stríðsárunum fengu flest stéttarfélög því áorkað að verðlagsuppbót kom á laun. Þetta gekk ekki eftir hjá læknum, hvorki á föst laun þeirra eða gjaldskrártekjur og urðu af þessu harðar deil- ur LÍ við yfirvöld. Nokkur skortur var á læknum til að starfa í héruðum, sérstaklega þeim sem gáfu minni tekjur, og erfitt reyndist að fá staðgengla, jafnvel þótt mikið lægi við, t.d. vegna veikinda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.