Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 53 varða, til leiðbeiningar. Eftirtalin atriði eru sett fram sem innlegg í mótun grundvallarstefnu. Markmið Læknablaðsins skulu vera þessi: 1. Að vera almennur en þó séríslenskur læknis- fræðilegur upplýsingamiðill, sem birtir fræðiefni um heilbrigði og hegðun sjúkdóma í íslensku sam- félagi; 2. að vera vettvangur birtingar fræðilegs og vísindalegs efnis frá íslenskum læknum og fyrir þá; 3. að vera vettvangur fræðilegra skoðanaskipta um læknisfræði og heilbrigðismál milli íslenskra lækna innbyrðis og eins milli íslenskra lækna og annarra. Læknablað á hreinni og ómengaðri íslensku Eg hefði gjarnan viljað flytja langt mál urn nauðsyn þess að íslenskir læknar geti talað og skrifað um læknisfræðileg efni á íslensku, ekki einasta við sjúklinga sína, almenning og yfirvöld, heldur einnig og ekki síður hver við annan. Mikið starf hefur verið unnið á vegum flestra ritstjórna Læknablaðsins og, nú í seinni tíð, einnig að til- hlutan Orðanefndar læknafélaganna, til þess að þetta mætti verða. Ritstjórnir síðustu ára hafa unnið undir því kjörorði: að íslenzka skuli allt það, sem íslenzkað verður (14). Augljóst er að spádómsorð Guðmundar Hannessonar í fyrsta hefti Læknablaðsins hafa löngu ræst. „Ganga má að þvísem vísu, að íslenskumönn- um þyki ilt mál á ýmsu, er blaðið flytur. Lœknar hafa vanist á að nota útlend nöfn á flestu og lesið aðeins útlendar bœkur í sinni frœðigrein. Petta veldurþví, að málið vill verða blandið, er rita skal um þessi efni. Lifi blaðið lengi, mun það sannast að málið batnar. “ (2) Oft hefur íslenskan í Læknablaðinu þó átt erfitt uppdráttar. I eldri blöðum má finna stöku greinar á dönsku, frönsku, þýsku og ensku, auk greina þar sem ekki hefur verið lögð sérstök rækt við ástkæra ylhýra málið. Mjög ákveðnar gagnrýnis- raddir hafa heyrst öðru hvoru. „Lœknablaðið er þjóðarhneysa fyrir þá sök, að það eittaf öllum íslenzkum fræðiritum fótumtreð- ur móðurmálið okkar og misþyrmir því á allar lundir, vœgðarlaust og samviskulaust. “ (15) „Mér er vel Ijóst, að ósanngjamt er að krefjast þess af hverjum óvöldum menntamanni, að hann sé sérstakur kunnáttumaður á mál og stíl. En ein- hverjar lágmarkskröfur verður að gera í þessu efni, því að mál er mönnum ekki aðeins nauðsyn- legt tœki til að geta talað og skrifað: fyrir neðan einhver lágmarkstök á einhverju tungumáli er mönnum meinað að geta hugsað á viðhlítandi hátt. “ (16) Ekki eru þó allir sammála íslenskunarstefnu Læknablaðsins. „Aukþess tröllríður íslenskun lœknisfrœðiheita svo síðum blaðsins, að margar greinar eru nánast óskiljanlegar. Astkœra ylhýra málið er okkur öll- um mikilvœgt, en fyrr má nú rota en dauðrota. “ (17) Sjálfur get ég að sumu leyti tekið undir það sem fram kom í sendibréfinu. Lauslega athugað virð- ist það svo að síðustu árin hafi kröfunni um „eitt orð fyrir eitt hugtak“ (18) verið fylgt eftir af mikilli festu, ef til vill svo mikilli að Læknablaðið sjálft hefur ekki orðið sá frjói jarðvegur íðorðasmíða, sem það ætti að geta verið. Þó skal ekki úr því dregið að aðhald er nauðsynlegt og að samræming fræðiorða dregur úr hættu á misskilningi. „ 1 Læknablaðinu er leitast viðað skapa vettvang til þess að setja efni fram á íslensku. Það erfrum- skilyrði að geta tjáð á móðurmálinu það sem menn lesa á erlendum málum, ella miðlast engin þekk- ing. “ (7). Hvernig hefur tekist? I upphafi erindis lýsti ég þeirri skoðun minni að Læknablaðið sé vísindarit, á hvorn veginn sem orðið „vísindi" er skilgreint. Þakka ber fyrrver- andi ritstjórum blaðsins fyrir það hvað vel hefur tekist þrátt fyrir að ýmislegt megi gagnrýna. Það virðist og stundum hafa verið erfitt hlutverk að vera ritstjóri Læknablaðsins, en þó ef til vill ekki alvont: „ Við starfanum tók ég uppfullur af áhuga og hugmyndum um stœrra, fjölbreyttara, betra og glœsilegra blað. Slíkar hugmyndir hafa sjálfsagt ríkt í kollum flestra þeirra, er við ritstjórn blaðsins liafa tekið...Erfrá leið sótti á ritstjóra þreyta og reyndist erfitt að halda uppi þeim afköstum, sem náðust í byrjun..... Draumurinn um 12 hefti á ári reyndist spilaborg og nógu erfitt varð að reyna að standa við 6 hefti árlega...... Af reynslu minni vil ég taka undir það viðhorf að skipta beri um ritstjóra á 2-3ja ára fresti... Jafnan er af nógu nýju blóði að taka og menn hafa gott af að spreyta sig. Pað getur verið skemmtileg og dýrmœt reynsla að stýra blaði. “ (19) Sérstakar þakkir eru færðar Erni Bjarnasyni, sem nú hefur látið af störfum sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins eftir 17 ára starf. Ahrif hans á blaðið eru mikil og augljós og von- andi mun blaðið lengi að því búa. Orð hinna fyrstu ritstjóra túlka væntanlega enn í dag þær væntingar, sem læknar hafa til Lækna- blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.