Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 42
42 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 málanna. Hópur ritstjóra, svokallaður Vancou- verhópur, hefir lýst skilyrðunum fyrir frelsi rit- stjórna, til leiðbeiningar fyrir ritstjóra og eigend- ur tímaritanna. Þrátt fyrir þessa skýru yfirlýsingu, sjást þess dæmi aftur og aftur, að læknafélög beita ritstjórnir þvingunum. Einnig eru þekkt dæmi þess, að auglýsendur reyni viðskiptaþvinganir til þess að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu. Úr hvorri áttinni sem þvingunin kemur, minnkar hún svig- rúm ritstjórnar til að setja fram nýjar hugsanir og hugmyndir. Mér hefir því verið það gleðiefni, þann aldarfjórðung sem ég hefi fylgst með Læknablaðinu, að hafa orðið vitni að því, hversu vel allir aðilar hafa virt leikreglurnar. Sérstakt verkefni fyrir almennu tímaritin er að vera leiðandi afl í málstefnu og málvernd á sviði heilbrigðismála. Reynslan á Norðurlöndunum, eins og í öðrum löndum, er sú að á þessu sérstaka málsviði er tómarúm, sem enginn annar hefir óskað eftir fylla eða getað fyllt. Hvað sem öðru líður er læknis- fræðileg málstefna afar mikilvæg til þess að skerpa nákvæmni í skilgreiningum innan heil- brigðisvísindanna, til þess að koma á samræmdri og rökvísri flokkun innan klínískrar greiningar og síðast en ekki síst, til þess að hægt sé að tala um læknisfræði á móðurmálinu. Þar kemur til þörfin á að uppfræða sjúklingana, meðal annars til þess að þeir geti átt þátt í að taka ákvarðanir um eigin meðferð. Getur félagsblaðið verið eini miðillinn? Hægt er að spyrja, hvort almenna tímaritið geti nægt til þess að sjá um framhalds- og viðhalds- fræðslu lækna. Svarið er augljóslega það, að því hlutverki veldur það ekki. Það er nauðsynleg, en ekki nægjanleg forsenda þess að læknar geti hald- ið við þekkingu sinni. Sagt er að norrænir læknar noti til jafnaðar tvo til þrjá tíma vikulega í að lesa almennt faglegt efni. Þar af þurfa þeir að nota hluta af tímanum í að lesa tímarit, eins og BMJ, Lancet, New England Journal of Medicine og/eða JAMA. Að auki verða læknar að lesa tímarit á sérsviði sínu og þaðan af meira ef þeir taka þátt í vísindavinnu. Almennu tímaritin verða að halda uppi alþjóðlegum aðferðastaðli. Hægt er að segja, með því að umbæta slagorð sextíu-og-átta-kyn- slóðarinnar, að „sniall is not always beautiful, if it is not beautiful“. Norrænan aðferðastaðal eins og hann birtist í tímaritum okkar, verður þannig að meta út frá tveimur grunnreglum, sem einkenna vísindahorf í heilbrigðismálum, að allt mat bygg- ist á samanburði og að allt er breytingum undir- orpið. Þess vegna verða höfundar að þekkja vel hugtök eins og úrtak, rökvísi og flokkun í klínísku starfi, slembun, blindun, auk helstu hugtaka töl- fræðinnar, eins og skekkjur fyrstu og annarrar gerðar (alfa, beta), næmi og sértæki og svo fram- vegis. Við erum hér að ræða þróun undanfarinna áratuga, sem hefir hækkað staðal norrænu tíma- ritanna verulega. Sú þróun hefir þar að auki opn- að dyr alþjóðlegu tímaritanna fyrir norræna höf- unda, vegna þess að þeir hafa kynnst alþjóðlegu kröfunum heima fyrir. Mikilvægt er að almenn tímarit lækna haldist ofan þess lágmarks, sem krafa er gerð um í dönsk- urn lögum, að læknirinn „holder sine kundskaber ved Iige“, það er að læknirinn haldi við þekkingu sinni í skilningi laganna. Þessi krafa ætti að geta hjálpað ritstjórnum að koma því þannig fyrir, að á hverjum tveimur árum sé sagt frá öllum mikilvæg- ustu framförum í læknisfræðinni. Slík skylda hefir hins vegar áhrif á hlutfallið milli innsends efnis og þess sem er beinlínis pantað. Eigi að ná þessu marki verður að panta fleiri yfirlitsgreinar og þá verður jafnframt að ýta út aðsendu efni. Mér er ljóst, að hjá Læknablaðinu myndi þessi krafa skapa mikil vandræði, vegna þess að fjöldi inn- sendra hefir aukist jafnt og þétt, eins og Jóhann Heiðar Jóhannsson mun segja frá hér á eftir. Lokaorð Hægt er að segja um norrænu félagatímaritin, að væru þau ekki til þyrfti að finna þau upp. Væru þau eingöngu í formi heimildarrita um atburði innan „sóknarinnar", þyrfti að leggja þau niður og stofna ný. Með öðrum orðum sagt: Ef þeir sem rannsókn- ir stunda, birta ekki bæði á alþjóðavettvangi og heima fyrir, tapar samfélagið allt og heilbrigðis- stéttirnar þar með. Ef reyndir höfundar taka þá ákvörðun að koma niðurstöðum sínum eingöngu á framfæri erlendis, grafa þeir undan sínu eigin tímariti og svíkja jafnframt þá læknisfræðilegu menningu, sem þeir eiga þó hlut í. (Örn Bjarnason íslcnskaði)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.