Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 71 heilbrigðisþjónustunnar, þá verður við opinbera stefnumótun að byggja á skilgreiningu á því, hvað eru viðeigandi heilbrigðisráðstafanir og í þrengri skilningi: Hvað er viðeigandi heilbrigðisþjón- usta? Fyrst þarf þá að skoða hvað er nauðsynleg heil- brigðisþjónusta. Myndina hefi ég fengið að láni úr hollenzkri skýrslu (14): Nauðsynleg þjónusta Ljóst er að vinstri leiðin er ófær, þar sem útilok- að er að uppfylla allar óskir allra manna. Það er ekki heldur hægt að byggja eingöngu á því, hvað læknisfræðin hefir upp á að bjóða. Þar eru nánast engin takmörk, þannig að einstigi vísindanna, sem Beveridge benti á, er líka ófært. Hægri leiðin verður því fyrir valinu. Heilbrigðiskerfinu, sam- eign þjóðarinnar, er ætlað að gera þegnunum þátttöku í samfélaginu mögulega. Þegar samkomulag liggur fyrir um það hvað telst nauðsynleg þjónusta, getum við spurt, hvort heilbrigðisþjónustan sé viðeigandi: Til þess að geta talizt viðeigandi þarf heilbrigð- isþjónustan að vera nauðsynleg, virk, hagkvæm og einstaklingarnir geta ekki séð um sig sjálfir. Þessi prófun afmarkar þá grunnþjónustu, sem rík- ið getur veitt þegnum sínum. Viðeigandi heilbrigðistækni Hér þarf að vekja athygli á einu atriði, sem alls staðar er erfitt úrlausnar, en það er að ákvarða hvaða nýja heilbrigðistækni skuli taka inn í grunn- þjónustuna. Þegar talað er um heilbrigðistækni, er átt við allt það, sem beitt er við forvarnir, greiningu og meðferð, það er verkfæri, vélar, lyf, verkkunn- áttu, reynslu og þekkingu. Fram hefir komið hug- takið viðeigandi heilbrigðistækni (15). Það felur að sjálfsögðu í sér, að til er óviðeigandi tækni, en það er einfaldlega sú heilbrigðistækni, sem þjóð- félagið hefir ekki ráð á. Er þá til dæmis um að ræða rándýr lyf, fokdýran búnað og mannfreka meðferð, sem gagnast tiltölulega fáum og bætir litlu við þá meðferð, sem fyrir er. Við verðum því, að meta gaumgæfilega hvort tæknin er nauðsynleg, virk og hagkvæm og að bíða um stund, þar til fullnægjandi vitneskja berst um stýrðar meðferðarprófanir. Sú er og reynslan, að tæknin hefir verið fimm til tíu ár að komast yfir hafið og hingað út. Helgast það af því, að tækni- búnaður verður ávallt ódýrari er frá líður og auk þess eykst notagildið, þegar reynslan er fengin. En þó svo ég mæli með hæfilegri íhaldssemi, vara ég jafnframt við áróðri þeirra, sem telja tæknina undirrót alls ills. Tæknin er nefnilega aðeins hættuleg ef við missum stjórn á henni og í réttum höndum verður hún ávallt til blessunar. Hverjir, hvar og hvernig? Þegar ljóst er orðið hvað telst viðeigandi grunn- þjónusta, þarf að ákveða hverjir eiga að fá hana og hvar á að veita hana. í Alma-Ata yfirlýsingunni frá 1978 segir, að heilsugæzla skuli studd samhæfðum, virkum og gagnkvæmum tilvísanakerfum, sem leiða til stig- bættrar, alhliða heilbrigðisþjónustu fyrir alla og veiti þeim forgang, sem mesta hafi þörfina (15). Ljóst er, að tilvísanakerfi eru mikilvægt hag- stjórnartæki. Mikilvægast alls er þó, að efld verði gagnkvæm, skipuleg og hraðvirk upplýsingastarf- semi um sjúklinga á milli heimilislækna, sérfræð- inga og spítalalækna, eins og vikið er að í áliti Læknisþjónustunefndar Reykjavíkur frá 1968 (16). Miklar umræður hafa orðið um það, hvar þjón- ustunni sé bezt borgið. Hefir markaðshyggju verið haldið þar mjög á lofti og er ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar er tímabært að vekja athygli á tveimur hugmyndum, sem ég tel að hafi ruglað marga í ríminu: * Önnur felur það í sér, að heibrigðisþjónustan sé eins og hver önnur söluvara. Þeim sem þannig tala, er greinilega ókunnar tvær grunnreglur kapí- talismans: í fyrsta lagi skulu engin tengsl vera milli við- skiptaðila, önnur en þau kaup sem fram fara. I öðru lagi skulu báðir hafa tök á sömu vitn- eskju um gæði þeirrar vöru og þjónustu, sem um er höndlað. Hér þurfum við að vera vel á verði: Sjúklingurinn er nefnilega öðrum háður um val á þjónustu og leyfi til lækninga er einmitt veitt vegna sérhæfðrar þekkingar og hæfni læknisins. Gróðahyggja á síðan ekkert erindi inn í læknis- fræðina og við þurfum ávallt að gera glöggan greinarmun á hóflegum ábata og á verulegum gróða, í þeirri veru sem Bandaríkjamenn gera (non-profit, profit). Megum við læknar og vera minnugir kenningar Marteins Lúters um starfið sem köllun. * Hin hugmyndin er sú, að það yrði margra meina bót, ef teknar yrðu upp frjálsar tryggingar. En þá verða menn að muna eftir því, að ölmusu- hugtakið er óhjákvæmilegur fylgifiskur frjálsra trygginga. Eg tel, að réttlæti og kærleikur séu skyld hug- tök en aðskilin og hlýt því að mæla gegn því, að góðverk þurfi að koma í réttlætis stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.