Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 48
48 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 héraðinu, en þurfa þó að borga fyrirfram 10 krón- ur fyrir hvern árgang (2). Þannig tjáðu tveir læknanna sig um hugmynd- ina að stofnun íslensks læknablaðs árið 1914: „Eg tel lœknablað nauðsynlegt og stétt vorri til uppbyggingar. Eg kaupi það með ánœgju ogstyrki það eftir því sem ástæður leyfa. En tímabundnir erum vér héraðslœknar, sem þurfum að sinna apotheki og sífeldu smákvabbi. “ (2) „Þetta með Lbl. er mér eitt evangelium eða gleðiboðskapur. Ekki átti eg von á því á þessum ófriðartímum, en vel líklegt að hugmyndin komi af „annarri stjörnuþar sem friður ríkir og sleða- bjöllur tíðkast eigi. Eg og mínar 10 krónur munu blaðinu þjóna og fréttir mun eg skrifa. “ (2) Þó voru læknar ekki allir sammála um málefni læknablaðs, frekar en nú, og mótbárur sáust einn- ig: „Eg hefi ekki tröllatrú á fyrirtœkinu, held að slíkt lœknablað geti ekki varið okkur svefni. Vér verðum að kaupa og lesa útlendu lœknaritin eftir sem áður og Lbl. getur tœpl. gefið staðbetri frœðslu en þarfinst. — En eitthvað gott kann það að geta gert, helzt íþá átt að vekja einhvern snefil af félagslyndi innan stéttarinnar, sem nú er nœsta lítið, þó sorglegt sé að vita. “ (2) “Eg er mótfallinn hugmyndinni um lœknablað. Ef lœknar halda eitt eða tvö útlend tímarit og kaupa bœkur, einkum í sérfrœðigreinunum, þá œttu þeir ekki að „stagnera“ eða „verða úti“. Lœknablað mundi spilla fyrir því, að útlendu tímaritin séu keypt, en hlýtur að verða svo lítið, að það getur ekki komið í þeirra stað og gœti þannig orðið til skaða. “ (2) Góðar undirtektir voru þó yfirgnæfandi og því var þegar í stað ráðist í útgáfu tímarits, sem fékk heitið Læknablaðið. Ritstjórnin var þess fullviss að blaðs væri þörf og útgáfan full nauðsyn. „Oss eru allar bjargir bannaðar til þess að bœta úr einangrun vorri og tengja stétt vora saman nema þessi eina: að halda út lœknablaði. Það getum vér ef vér viljum og það getur nægt til þess að ræða mál vor, nœgt til þess að vér gœtum hagsmuna lœkna- stéttarinnar, ef þess gerist þörf, ogtengt oss saman í félagslynda bróðurlega heild. “ (3) Hvernig hefur Læknablaðið verið ? Fyrsta áratuginn komu út 12 tölublöð á ári yfir- leitt 16 bls. hvert eða samtals 192 blaðsíður á ári. Efnið var fjölbreytilegt, þar sáust vandaðar fræðslugreinar, en einnig svonefndar smágreinar, athugasemdir, fyrirspurnir, fréttir af heilsufari í héruðunum, frásagnir af félags- og stéttarmálefn- um, umræður um heilbrigðismál og lagafrum- vörp, fréttir af nýjungum og margt fleira. Lækna- Tafla I. Samanburður á átta árgöngum Lœkna- blaðsins frá 1922 til 1992. Útgáfu- ár Bls. í árg. Tbl. í árg. Hefti í árg. Fjöldi fræði- greina 1922 192 12 12 14 1932 188 12 9 19 1942 156 10 7 10 1952 156 10 8 13 1962 208 4 4 13 1972 243 6 5 7 1982 316 10 10 34 1992 440 10 10 54 blaðið á þessum tíma var því fróðlegt og fræðandi, þó ekki væri ekki það að sama skapi vísindalegt í þrengstu merkingu. Til gamans gerði ég svolitla könnun á stærð og innihaldi allra árganga Læknablaðsins tíunda hvert ár, frá árinu 1992 og aftur til ársins 1922. Tilgangur minn var upphaflega fyrst og fremst sá að bera saman fjölda eiginlegra „fræðigreina“ þessi ár (mynd 1) og að fiiina hundraðshlutfall fræðilegs efnis í blaðinu á hverjum tíma. Ýmislegt fleira slæddist þó með í könnuninni (sjá töflu I og myndir 2-4). Veruleg aukning hefur orðið á blaðsíðufjölda og fjölda fræðigreina í læknablað- inu síðustu tvo áratugi. Samanburður við fyrri árganga er þó ekki einhlítur vegna breytinga á síðustærð og uppsetningu textans. Efnisflokkarn- ir voru miðaðir við árganginn 1992. í ljós kom að sú skipting átti ekki við um fyrstu árgangana og því varð flokkurinn „annað efni“ mun stærri fyrstu áratugina en síðar. Eitt sinn, meðan á könnun elstu árganganna stóð, laust niður í huga minn spurningunni: Hefur Læknablaðið verið skemmtilegt síðustu árin? Svarið varð því miður: Nei! Hins vegar fann ég að mörg gömlu blöðin voru mjög skemmtileg aflestr- ar. A fyrstu áratugunum voru til dæmis birtar fréttir af læknum, utanferðum þeirra og heim- komum; fregnir úr nýjum erlendum bókum og blöðum og hressileg skoðanaskipti sáust. Fúslega skal þó viðurkennt að núna dugir ekki að líta á Læknablaðið eitt, Fréttabréfið verður einnig að taka til skoðunar, þegar skemmtiefnis er leitað. Fyrstu árin var helsta hlutverk Læknablaðsins augljóslega talið það, að leitast við að rjúfa fag- lega og félagslega einangrun héraðslækna á land- inu öllu. Strangvísindalegu hlutverki var ekki í sama mæli hampað, en fljótt fór þó að bera á varfærnum óskum um vísindalega rannsóknar- vinnu íslenskra lækna. Fyrrnefndur Guðmundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.