Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 61 salmónella og vinnustaðirnir aðlaðandi. Við verðum nefnilega að hafa í huga, að mestu fram- farirnar í heilbrigði þjóða eigum við einföldum frumforvörnum að þakka. Þá þarf einnig að vera til virk meðferð lang- vinnra sjúkdóma, einkum ef meðferðin tryggir lífsgæði í mörg ár. Insúlínmeðferð við sykursýki er gott dæmi um slíkt. Síðust á forgangslistanum er svo sú meðferð, sem ekki tryggir fullan bata og ekki tryggir eðli- lega lífslengd. Umræða í samfélagi hinna ríku Þegar við horfum á þennan hátt til framtíðar, erum við reiðubúin að huga að líkunum á því, að við fáum tiltekna sjúkdónta og tengja það kostn- aðinum við að meðhöndla þá. Svo þurfum við líka að minnast þess, að það þurfa að vera til peningar í aðra gagnlega hluti, eins og vegi og bókasöfn. Með þetta í huga er sanngjarnt að viðurkenna, að innan þessa heilbrigðiskerfis, sem verið er að byggja upp, verði ekki hægt að nýta hverja nýjung í líffæraflutningum og það verði ekki sjálfgefið, að sérhver ný og kostnaðarsöm tækni verði tekin upp. Þessi umræða fjallar að sjálfsögðu um rík sam- félög, án þess að það væri tekið fram berum orð- um, eins og til dæmis Danmörku og ísland, þar sem við höfum næstum ráð á þessu öllu, en þau eru mörg löndin, þar sent menn komast ekki langt niður forgangslistann. Samt er gott að hafa listann í huga, þegar við hugsum um ástandið á Norðurlöndum. í Dan- mörku höfum við lagt niður svo mörg hjúkrunar- heimili fyrir aldraða, að mér finnst að við séum að komast að mörkum þess, að grunnkröfum um viðeigandi meðferð og mannsæmandi umönnun sé fullnægt. Ég nefndi fyrr langan biðtíma eftir hryggþófaaðgerðum og það er einmitt dæmi um brot á meginreglunni um skjóta meðferð við bráð- um sjúkdómi. En við megum heldur ekki gleyma stundarhorf- inu: Ef hraustur maður, sem telur að ekki sé ástæða til að beita mjög dýrri meðferð á sjaldgæfa sjúkdóma, fær nú einn þeirra, þá er eðlilegt að hann skipti um skoðun. Hér erum við aftur farin að tala um það, að vega eina skoðun gegn annarri. Ef við hugsum vandamálin á þennan hátt, er ef til vill freistandi að komast að þeirri niðurstöðu, að enga lausn sé að finna og að við getum alveg gefið það upp á bátinn að raða kostum innan heilbrigðisþjónustunnar í nafni réttlætisins. Þetta held ég nú samt að sé of mikil bölsýni. Ég trúi því statt og stöðugt, að langflestir Norðurlandabúar hafi mætur á opinbera heilbrigðiskerfinu og þó svo þeim hætti sumum við að taka hliðarspor í nafni einkahyggju, sé þeim vel ljóst, að þeir fá ekki tryggt betra öryggi, þó teknar yrðu upp frjálsar tryggingar. Víðfeðmt, íhugult jafnvægi Það mikilvægasta er þó, að gera sér grein fyrir því, að engar auðveldar lausnir eru til, og vand- ann verður að leysa hverju sinni með gaumgæfi- legri greiningu og pólitískum ákvörðunum. Það verður ávallt að taka tillit til andstæðra sjónar- miða og lausn siðfræðilegs vanda verður aldrei annað en það, sem nefnt hefir verið víðfeðmt, íhugult jafnvægi (2). Þegar við fáumst við siðfræðilegt vandamál, verðum við að ganga út frá eigin siðfræðilegu innsæi, þekkingu okkar á því hver vandinn raun- verulega er og á reynslu okkar úr starfi. Síðan þurfum við að grannskoða vandann, til þess að laða fram öll siðræn sjónarmið, sem taka verður tillit til og það er hér sem meginreglurnar koma til sögunnar. Við verðum að taka tillit til jafnréttis og til þarfa, en við megum ekki alveg gleyma verðleik- unum. Við verðum að kanna þarfirnar út frá framtíðarhorfum og út frá kröfunni um þjónustu hér og nú og vega hvert þessara horfa gegn öðru. Endanlega verðum við að samprófa innsæi okkar og mat annars vegar og grunnhorf okkar við manninum og samfélaginu hins vegar. Hugsanlegt er, að í byrjun verði þetta næsta óskipulegt, en þá verðum við að ræða málið fram og til baka af einu þrepi á annað, þar til komið er á víðfeðmt, íhugult jafnvægi. Það eykur líkurnar á því að samkomulag náist í hlutstæðum tilvikum. Það er engin önnur lausn til en sú, að rekja kerfisbundið alla þætti og taka síðan nauðsynleg- ar ákvarðanir. Það er nefnilega ekki nægilegt að hafa umræður í sjónvarpinu, þar sem öllum vandamálunum er blandað í einn pottrétt. (Örn Bjarnason íslenskaði) Heimildir 1. Bjarnason Ö. Siöfræöi og siöamál lækna. Reykjavík: Iöunn, 1991:100-5. 2. Wulff HR, Rosenberg R, Petersen SA. Heimspeki læknis- fræöinnar — kynning. Reykjavík: Iðunn, 1991:179-80,190.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.