Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 68
68 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Örn Bjarnason Viðeigandi þjónusta og réttlát skipting takmarkaðra úrræða Án viðeigandi siðfræði hefír hagfræðin lítið um opinbera stefnu að segja (1) Að skapa réttlátan heim Nú er rétt hálf öld liðin síðan William Beverid- ge sagði í skýrslu sinni um félagslegar tryggingar og skylda þjónustu, að takast þurfi á við fimm meinsemdir, sem ógna mannkyni. Nefnast þær fáfræði, iðjuleysi, sjúkdómur, skortur og vesöld (2). Hluti af því að skapa réttlátan heim, er því að sigrast á þessum ógnum og Beveridge taldi horn- steina félagslegs öryggis vera atvinnu, heilbrigði, sæmandi híbýli og þekkingu (3). Þetta var við upphaf þess tímaskeiðs, sem kennt hefir verið við atómið. í>að hefir um annað fremur einkennst af miklum hagvexti, sem bygg- ist á nýjum vísindum og tækniframförum. í kjölfarið hafa fylgt róttækar þjóðfélagsbreyt- ingar. Þau vandamál, sem þeim fylgdu voru rædd árið 1966 á heimsráðstefnu um stöðu kristinna manna í tækni- og þjóðfélagsbyltingu vorra tíma (4). Sex árum síðar benti hópur náttúruvísinda- manna við Massachussets Institute of Technology á það, að orkulindir heimsins væru ekki óþrjót- andi. Þeir fullyrtu, að ef haldið væri áfram á sömu braut, væri hægt að sjá fyrir hrun siðmenningar fyrir lok tuttugustu og fyrstu aldarinnar af völdum offjölgunar, offramleiðslu og ofneyzlu (5). Svartsýni Rómarklúbbsins, en svo hefir þessi hópur verið nefndur, reyndist ekki réttlætanleg, þar sem þeir tóku ekki mið af því, að tækninýj- ungarnar geta einnig vísað okkur leiðina úr ógöngunum og gert okkur kleift að skapa betri heim. Réttlátt samfélag Árið 1977 var síðan efnt til ráðstefnu um hlut trúar, vísinda og tækni í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi, þar sem tillit er tekið jafnt til þegnanna og umhverfisins (6). í umræðu um almannatryggingar á íslandi fyrir fimm áratugum kom fram sú skoðun, að það sem liggi að baki félagslegu öryggi, sé ein af elstu siðgæðishugsjónum mannkyns og að hún sé með- al annars spunnin af sama toga og bræðralagshug- sjón kristindómsins (7). Réttlæti og kærleika má tengja á þrjá vegu: 1. Réttlæti lýtur að réttindum og skyldum, kær- leikur að þörfum og felur í sér gjafmildi. Hugtök- in eru þá andstæð. 2. Réttlæti og kærleikur verða söm, þegar fleiri en tveir eiga hlut að máli. Réttlætið á að efla kærleikann, en fjallar ekki um það, hvar kærleik- urinn komi niður. 3. Réttlæti og kærleikur eru skyld, en aðskilin. Kærleikurinn er gjöf frjálra manna. Hann krefst réttlætis og getur aldrei leyft góðverkum að koma í réttlætis stað. Réttlætið heldur sérdrægninni í skefjum og skapar jafnvægi í samfélaginu öllum til hagsbóta. Nú hefir mönnum hérlendis ekki veitzt erfitt að fallast á það, að réttlæti í þeirri veru sem hér er rætt, feli í sér að afhenda beri hverri mannveru, það sem henni ber. Hins vegar er tekizt á um það, hvort úthlutun skuli vera samkvæmt ráðandi rétt- indum eða í samræmi við þarfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.