Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 38
38 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Tómas Guðbjartsson Lækningar, vinna og lífsstíll Listin að vera læknir Á merkum tímamótum sem þessum gefst kost- ur á að ræða það sem við gefum okkur ekki tíma til í hinu daglega amstri, atriði sem við ættum vissulega að ræða miklu oftar. í hverju er til dæm- is hin sanna læknislist fólgin? Þessi spurning hefur leitað á mig frá því ég lauk læknaprófi fyrir tveim- ur árum. Er læknisstarfið list eða hrein vísindi? Sennilega hvort tveggja. Hippókrates leit til dæmis á lækningar sem list. Læknirinn átti að vera búinn ákveðnum kostum sem ekki allir höfðu til að bera og hagnýt reynsla var álitin grundvöllur þekkingar. Með tímanum hefur vægi vísinda aukist og í dag eru vísindi einn helsti grundvöllur læknisfræðinnar, án þess þó að læknislistinni hafi verið varpað fyrir róða. Sumir eru til dæmis þeirrar skoðunar að læknar hafi tilhneigingu til oftrúar á vísindin og hafi þar með fjarlægst markmið sitt, það er að segja lækna sjúka og lina þjáningar. En hvað svo sem hin sanna læknislist felur í sér hlýtur það að vera markmið okkar allra að verða góðir læknar. Læknisstarfið er yfirgripsmikið og gerir miklar kröfur til okkar sem einstaklinga. Spurningin er hvaða leið sé best að því marki að verða góður læknir? Kristín lýsti ágætlega hér á undan starfi sínu sem aðstoðarlæknir. Sumum fannst lýsing liennar eflaust öfgakennd. Stað- reyndin er hins vegar sú að þetta er sá raunveru- leiki sem ungir læknar á íslandi lifa við í dag. Oneitanlega sérstakur lífsstíll þar sem vinnan er í öndvegi. Það er því ekki nema eðlilegt að við spyrjum okkur hvort þessi lífsstíll sé forsenda þess að ná tökum á læknislistinni og verða góður læknir. í dag er ég ekki sannfærður um að svo sé, og ég veit að svo er einnig um marga kollega mína. Eru ekki til fleiri leiðir að áðurnefndu marki? En í hverju felst það að vera góður læknir? Þegar ég var á fimmta ári kom til mín reyndur læknir, klappaði mér á öxlina og sagði: „ Tómas, taktu semflesta journala ogþú verður góður lœkn- ir“. Nokkur hundruð journölum síðar hef ég ekki sannfærst um hvað það er sem gerir mann að góðum lækni. Reyndar er spurningunni um hver sé góður læknir vandsvarað og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Eg hef haft gaman af því að ræða þetta við mér eldri og reyndari kollega. Allt lækna sem ég met mikils enda þótt ekki sé ég þeim endilega sam- mála. Þeim elsta og reyndasta fannst höfuðatriði að læknirinn helgaði sig algerlega starfinu. Sam- kvæmt skoðun hans gengur vinnan fyrir öðru, svo sem áhugamálum og fjölskyldu. Sá hinn sami taldi einnig að á þennan eiginleika skorti töluvert hjá ungum læknum í dag. Annar læknir nokkru yngri benti á mikilvægi ánægju í starfi. Læknir sem ekki hefði gaman af því sem hann væri að fást við yrði ekki góður læknir. Báðir lögðu ríka áherslu á hversu mikilvæg hagnýt reynsla væri, hún fleytti manni lengst. Því væri langur vinnudagur óhjá- kvæmilegur á meðan ungur læknir aflar sér nauð- synlegrar reynslu. Ég held að öll getum við verið sammála um að eiginleikar sem þessir prýði góðan lækni. Ánægja í starfi er forsenda gifturíks starfsferils, sama hvert starfið er. Hins vegar er ástæða til að staldra betur við þætti eins og vinnuálag og því að helga sig læknisstarfinu. Er það til dæmis sjálfgefið að til þess að verða góður læknir verði maður að vinna eins og skepna alla ævi. Er það virkilega toppurinn að vera á tvískiptum? Verður slíkur læknir endilega betri en sá sem er til dæmis á fjórskiptum vöktum? Snýst þetta bara um fjölda tilfella? Eða var það ekki ánægja í starfi sem var ein helsta forsenda þess að verða góður læknir. Fæst hún með því að vera sífellt á vakt, þreyttur og geðillur. Hvað með lestur fagtímarita og vísinda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.