Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 59 Henrik R. Wulff ásamt eiginkonu sinni Marion áfundi Siðfrœðiráðs Lœknafélags íslands umforgangs- röðun í heilbrigðisþjónustunni. Á myndinni má einnig sjá læknana Þorvald Veigar Guðmundsson, Bjarna Jónasson, Högna Óskarsson og Arna Björnsson. jafnan aðgang að því, sem hún hefir upp á að bjóða. Síðan höfum við að sjálfsögðu meginregluna um þarfir, sem er burðarásinn í opinbera heil- brigðiskerfinu. Tilætlunin er einmitt sú, að sjúkt fólk skuli fá hjálp eftir þörfum og að sjálfsögðu er þá eytt meiri fjármunum á þann sem þarfnast dýrrar meðferðar, en þann sem hefir þörf fyrir ódýra meðferð. Hins vegar er ekki vafi á því, að þessari megin- reglu um þarfir lýstur saman við hinar megin- regiurnar tvær. Vel er hægt að mæla fyrir því, að þeir, sem eru með mjög sjaldgæfa blóðsjúkdóma, skuli fá mjög dýra meðferð, vegna þess að þeir þarfnast hennar, en samtímis höfum við hugboð um það, að þessir fjármunir kæmu betur að gagni, væri þeim beitt annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Að reikna út lífsgæði Það eru hugleiðingar af þessu tagi, sem koma heilsuhagfræðingum til að grípa til vasareiknanna og áætla lífsgæði og jafnvel aukin lífsgæði talin í árum, sem þeirsvo nefna QUALY. Þeir leggja til, að við mælum og berum saman lífsgæði sjúkling- anna fyrir og eftir meðferð og síðan margfalda þeir aukningu lífsgæðanna með þeim árafjölda, sem sjúklingarnir lifa úr því. Á þennan hátt geta menn reiknað út þau lífsgæði sem heilbrigðiskerf- ið gefur af sér miðað við mismunandi fjáfestingar. Eg mun ekki ræða þessa aðferð í einstökum atriðum, en get hins vegar ekki látið hjá líða að nefna, að þarna er komin gömul hugmynd, sem heilsuhagfræðingarnir hafa sótt í dragkistuna. Hugmyndin kom fram um aldamótin 1800, þegar grunnurinn var lagður að nytjastefnunni. Einn fyrsti forvígismaður hennar, Jeremy Bentham, lagði stund á heillareiknivísi — hann kallaði þetta felicific calculus — og hann hélt því fram, að mönnum beri ávallt að gera það, sem verði fólki til sem mestra samanlagðra heilla. Menn ættu að leitast við að skapa „the greatest amount of happiness.“ Þetta hljómar mjög vel, en það segir ekkert um það, hvernig þessari summu heilla, hamingju eða lífsgæða skuli skipt á milli manna. Hefðbundin mótrök felast í því, að þessa meg- inreglu megi nota til þess að réttlæta þrælahald. Ef við gætum sýnt fram á það, að þrælahaldararn- ir yrðu svo yfirmáta hamingjusamir, að það tæki út yfir óhamingju þrælanna, gætum við sam-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.