Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 32
32 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Hvaða gildi hefur bein þátttaka í rannsóknum fyrir læknanema meðan á námi þeirra stendur? í fyrsta lagi er engin þjálfun slík í sjálfstæðum vinnubrögðum og sjálfstæðu gagnrýnu mati á öll- um þeim upplýsingum sem á okkur dynja á degi hverjum. Vegna þess hve þekkingargrunnur læknisfræðinnar breytist ört á okkar tímum er ef til vill ekkert atriði í læknismenntuninni mikil- vægara en að kenna læknanemum að standa á eigin fótum, taka ábyrgð á eigin menntun og við- haldi hennar. Þeir þurfa að þroska sjálfstæða gagnrýna hugsun, sjálfstætt gagnrýnið mat jafnt á nýjungum sem á gamalgrónum sjónarmiðum og úrræðum. Því er mikilvægt að í náminu taki læknaneminn þátt í þekkingarleitinni sjálfri. Við- fangsefnin þurfa að vera alvöruviðfangsefni; ann- ars er hætta á að reynslan verði gagnslaus og jafnvel spillandi. Bein hagnýt afleiðing af slíkri þátttöku í alvöru rannsóknum er þjálfun í þeirri tækni sem þarf til að sækja sér vitneskju um al- menn eða sértæk efni og ekki síður í því að fylgjast með nýrri og breytilegri þekkingu. Þessi kennslu — eða öllu heldur menntunaraðferð er andstæða ítroðslunnar, sem miðast oft við ákveðna kafla í ákveðinni kennslubók. Kennslan sjálf fer fram í einstaklingsbundnu samstarfi eða í samstarfi í litl- um hópum þar sem allir eru virkir. Þótt vandaðar kennslubækur haldi að sjálfsögðu gildi sínu eru takmarkanir þeirra augljósar, en hitt þó miklu mikilvægara að læknanemar snúi baki við hugsun- arhætti hins endanlega, afmarkaða námsefnis, sem aldrei getur dugað nema til næsta prófs, en temji sér þess í stað afstöðu símenntunar, sívök- ullar endurnýjunar og endurskoðunar, sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Það er erindi mitt hér í dag að enginn þáttur í læknakennslunni þjóni þessum markmiðum betur en bein þátttaka í alvöru rann- sóknarverkefnum. Og helst þarf allt umhverfi læknakennslunnar að vera gegnsýrt hugsunar- hætti hinnar vísindalegu aðferðarfræði, þar sem grundvallarspurningar eiga rétt á sér og örva menn til tilrauna og athugana á eigin spýtur. Ég hef áður í tengslum við þessi 75 ára hátíða- höld Læknafélags íslands velt fyrir mér spurning- unni, hvort ástæða sé til þess fyrir hið örlitla ís- lenska samfélag, sem sækir mest af þekkingu sinni, ekki síst raunvísinda- og tækniþekkingu, til annarra landa, hvort ástæða sé til þess fyrir svo dvergvaxið samfélag að eyða miklum fjármunum í glímu við grundvallarvandamál, grunnvísindi. Margháttuð rök er unnt að færa fyrir því að ástundun grunnvísinda sé nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að nýta nútímaþekkingu læknavís- inda á hinn árangursríkasta hátt í þágu skjólstæð- inga okkar. Með tíðum námsferðum og örlátri nýliðun í læknastétt með ungu fólki sem sótt hefur menntun til annarra landa mætti þó eflaust veita góða læknisþjónustu án tengsla við öflugt rann- sóknarumhverfi. En ég tel mig hafa fært rök fyrir því hér í töluðum orðum, að menntun læknanema og undirbúningur undir læknisstörf á nýrri öld verði að fara fram í öflugu rannsóknarumhverfi og helst með beinni þátttöku læknanemanna sjálfra í rannsóknarstarfi. Fyrir átta árum hófst síðasta lota í endurskoðun námsefnis við lækndeild Háskóla íslands. Næsta vor útskrifast fyrsti árgangur lækna, sem hefur stundað nám eftir þeirri námsskrá. Róttækasta breytingin var að helga þriggja mánaða blokk á fjórða ári rannsóknarverkefnum, sem hver læknanemi vann undir verkstjórn kennara. Engar takmarkanir voru á efnisvali. Það gat verið klín- ískt, preklínískt, grunnvísindi. Sækja mátti út fyrir læknisfræði og rannsóknirnar mátti stunda á Islandi eða á erlendri grund. Hér skal aðeins getið nokkurra dæma um verkefnavalið, og þau eru valin af handahófi: 1. Kalkinntaka og beinþéttni íslenskra kvenna. 2. Ahrif hitastigs á verkun sýklalyfja gegn Pseudomonas aeruginosa. 3. Hægra greinrof, algengi, nýgengi, afdrif. 4. Breytingar á hjartslætti, líkamshita, húð- hita, hreyfingum o.fl. hjá sjúklingum með felmt- urröskun (panic disorder). 5. Hlutverk týrósín fosfórunar í myndun inósi- tólfosfata, losun arakídónsýru og myndun prosta- sýklíns í æðaþeli. 6. Áhrif interleukín 6 á samloðun brjóst- krabbameinsfrumna. 7. Leitað var svara við spurningunni: „Eru tengsl á milli fæðumótefna og ofnæmiseinkenna hjá ungbörnum?“ 8. Na/Ca skipti í hjartafrumum. 9. Algengi og nýgengi blóðrásartruflana í ganglimum íslenskra karla. 10. Notkun tíðahvarfahormóna á íslandi. 11. Augnfylgikvillar alnæmis. 12. Skimun fyrir hepatitis C hjá blóðbankan- um. 13. Lærleggsbrot meðhöndlað með merg- nagla. 14. Non-seminoma krabbamein í eistum ís- lenskra karla 1971-1990. Greining, stigun og lífs- horfur. 15. Hlutverk ADP-ribósýleringar í EDRF myndun æðaþels. Þetta eru aðeins dæmi valin af handahófi úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.