Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 16
16 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 fyrir stofnun Læknafélags íslands. Boðað var til fundar í LR 5. mars 1917 þar sem meðal annars var lagt fram frumvarp til laga fyrir væntanlegt Læknafélag íslands. Frumvarpið var síðan birt í 3. tbl. Læknablaðsins árið 1917 og óskað eftir at- hugasemdum og breytingartillögum og sagt að þær yrðu birtar í blaðinu. Svo er að sjá sem ekki hafi komið tillögur um breytingar og frumvarpið verið samþykkt að mestu óbreytt. Ekki verður innihald þessara fyrstu laga LI rakið hér til hlítar en þar er getið um að tilgangur félagsins sé að efla hag og sóma íslenskrar læknastéttar, samvinnu meðal lækna í heilbrigðismálum þjóðarinnar og glæða áhuga lækna fyrir öllu sem að starfi þeirra lýtur. Gert er ráð fyrir einstaklingsaðild að félag- inu og íslenskum læknum erlendis gefinn kostur á að vera félagar en þó aðeins með tillögurétt, ekki atkvæðisrétt. í stjórninni sitji þrír læknar, kosið til hennar skriflega í nóvembermánuði til tveggja ára. Sá sem fær flest atkvæði er formaður en hinir skipta með sér störfum gjaldkera og ritara. Stjórnin skal hafa fjórðungsfulltrúa til ráðgjafar, einn frá hverjum fjórðungi austan-, vestan- og norðanlands. Þarna er Sunnlendingafjórðungur ekki nefndur og engin skýring tilgreind. Stjórnin getur neitað læknum um inngöngu og vikið lækn- um úr félaginu um stundarsakir. Gert ráð fyrir aðalfundi að forfallalausu árlega að sumri. Það eru ákvæði um Codex Ethicus og um brottvikn- ingu úr félaginu vegna brota á Codex eða öðru athæfi sem ósæmilegt þykir fyrir stéttina en stjórninni ber síðan að leggja málið til úrskurðar fyrir næsta aðalfund. Læknafélag íslands stofnað Það er síðan á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur þann 14. janúar 1918 að Læknafélag íslands var stofnað. Þá hafði verið í gangi skrifleg kosning manna í stjórn eins og lagafrumvarpið gerði ráð fyrir og úrslit þau að Guðmundur Hannesson var kjörinn formaður en Guðmundur Magnússon varð gjaldkeri og Sæmundur Bjarnhéðinsson rit- ari, varamaður Matthías Einarsson. Fyrstu fjórð- ungsfulltrúarnir voru Halldór Steinsen í Vestfirð- ingafjórðungi, Steingrímur Matthíasson í Norð- lendingafjórðungi og Georg Georgsson í Austfirðingafjórðungi. Og nýkjörinn fyrsti formaður Læknafélags ís- lands, Guðmundur Hannesson, sem jafnframt var ritstjóri Læknablaðsins segir eftirfarandi í fréttagrein um stofnun LÍ í janúarblaðinu 1918: „Mitt íöllum harðindunum, þráttfyrir alla dýr- tíð og styrjöld, byrja nú íslenskir lœknar árið með þessari félagsstofnun, víllattsir og alls ósmeykir, til þess að búa betur í haginn fyrir komandi ár. Illviðri og hvers konar óáran bitnar ekki síst á íslenskum lœknum og engir sjá meira af hvers konar eymd og volœði. Þeir hafa þó ekki guggnað til þessa og eitthvað meira mun þttrfa til þess að draga úr þeim kjarkinn en þessi illviðri og óáran sem nú gengur yfir. “ Þarna á Guðmundur vafalaust við frostavetur- inn mikla svokallaðan sem lá í landi fyrstu mánuði ársins 1918 og áhrif heimsstyrjaldarinnar fyrri á lífskjör þjóðarinnar. Astandið átti þó eftir að versna síðar á árinu með Kötlugosi og illvígri farsótt, Spönsku veikinni, sem gaus upp haustið 1918. Stofnendur voru taldir 62 læknar. í síðasta tölublaði Læknablaðsins 1917 er stutt grein eftir Sigurð H. Kvaran sem lætur lítið yfir sér og ber yfirskriftina Sniáfélög Iækna. Ekki er höfundur að gagnrýna væntanlega stofnun Læknafélags Islands eða form þess en segist hafa búist við öðru fyrirkomulagi, að það yrði í deild- um. Hann bendir á að mest verði undir stjórninni komið, þessari reykvísku stjórn, eins og hann seg- ir, framkvæmdasemi hennar, forsjálni og árvekni og gefur í skyn að lítið muni finnast fyrir Læknafé- lagi íslands út um dreifðar byggðir landsins. Hann reifar hugmynd um að félög lækna, smáfélög, verði stofnuð, ekkiibundin við fjórðungana held- ur landsvæði þar sem samgönguleiðir eru greiðar, eiginlega að félagsskapurinn myndist af sjálfu sér án ómaks eða fyrirhafnar. Þarna er komið á fram- færi hugmyndum sem seinna náðu fram að ganga með stofnun Læknafélags Akureyrar árið 1934 og síðan annarra félaga sem stofnuð voru á fimmta áratugnum en náðu að vísu um stærri svæði en greinin fjallar um og urðu síðar að svæðafélögum Læknafélags Islands: Læknafélag Austurlands, Læknafélag Miðvesturlands (nú Vesturlands), Læknafélag Norðausturlands, Læknafélag Norð- vesturlands (1942), Læknafélag Suðurlands (1951), Læknafélag Vestfjarða (1940). Fyrsta viðureign félagsins Læknafélag Islands er varla þriggja mánaða gamalt þegar formaðurinn birti skýrslu um starf- semina í aprflhefti Læknablaðsins 1918. Hann get- ur þess að tæpast sé að vænta að stjórn LI hafi komið miklu í verk á þeim stutta tíma síðan félag- ið var stofnað en aðgerðalaus hafi hún þó ekki verið. Stjórnin berst fyrir hækkun á ferðataxta og gjaldskrá. Það var alþingi sem á þeim tíma gaf út gjaldskrá fyrir læknisverk. Mikil verðbólga var á þessunt árum en taxtar frystir. Þótti gjaldskráin mjög gölluð en ferðataxtinn tók þó út yfir: „30 aurar á klukkustund, oft í illviðrum og nokkurri lífshœttu“ og segir að læknum sé goldið nálega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.