Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 56
56 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 þremur mismunandi spurningum og það var ein- mitt það, sem gerðist áðurnefnt kvöld í danska sjónvarpinu. Þessar eru þá spurningarnar: 1. Eru úrræðin takmörkuð (eða þurfa þau að vera takmörkuð)? 2. Ber okkur að stefna að réttlátri útdeilingu? sé svarið játandi við báðum, spyrjum við næst: 3. Hvernig tryggjum við réttláta útdeilingu tak- markaðra úrræða? Ég mun fjalla um spurningarnar hverja fyrir sig, og byrja á þeirri fyrstu: Eru úrræðin takmörkuð eða þurfa þau að vera takmörkuð? Til eru þeir, sem svara þessu neitandi og ég mun rekja þær röksemdir, sem oftast eru fram settar. En fyrst verð ég að láta þess getið, að við erum ekki að tala um siðfræði, heldur aðstæður eins og þær eru. I fyrsta lagi eru þeir til sem halda því fram, að úrræðin þurfi alls ekki að vera takmörkuð. Við þurfum bara aö veita dálítið meiri peningum í heilbrigðiskerfið. Ég viðurkenni, að þessi röksemd heyrist ekki eins oft núorðið, þar sem flestum er orðið vel ljóst, að útgjöld geta ekki stöðugt aukist. Það þýðir hins vegar ekki, að heilbrigðiskerfið hafi ekki þörf fyrir meiri fjármuni. f>að myndi ekki leysa vandann, en á vissum sviðum spörum við of mikið í Danmörku. Til dæmis á þetta við um það svið lyflækninga, sem veit að gömlu fólki. Síðan eru til þeir stjórnmálamenn, sem halda því fram, að það verði bara að hagræða enn og meira. Ég held það væri af hinu góða, ef við kæmumst heldur lengra áleiðis á þessari braut, en í Danmörku rennum við oft með hausinn undir okkur beint á múrvegg stéttarfélaganna. Hér hefi ég sérstaklega í huga vinnuaðstöðu yngri lækna, sem er mjög ógiftusamleg í víðara samhengi. Við eigum við annan hagræðingarvanda að stríða í Danmörku, sem ég veit ekki hvort þið kannist við hér á landi. Hann felst í því, að í heilbrigðisþjónustunni eru menn fastir í því að sýna góða útkomu í bókhaldinu. Ömtin vilja spara á sjúkrahúsunum. Það gera þau án tillits til þess, að kostnaðurinn kemur stundum enn harðar niður á öðrum sviðum samfélagsins. Dæmi um þetta eru þeir sjúklingar með bakverki af völdum hryggþófahlaups, sem verða að bíða mánuðum saman eftir því að komast í skurðaðgerð. Þetta geta verið sjálfstæðir atvinnurekendur, sem verða gjaldþrota vegna þessa eða launþegar, sem fá sjúkradagpeninga frá hinu opinbera. Hér mætti spara peninga, væri hugsað um samfélagið allt, en ekki einungis um fjárhagsáætlun sjúkrahússins. Þá heyrist sú röksemdafærsla, að ný tækni geti leyst vandann. Bráðum eigum við að geta meðhöndlað flesta skurðtæka sjúkdóma í gegn um göt á stærð við hnappagat. Sjúklingarnir koma að morgni og fara heim sama dag, þannig að við getum fjarlægt dýr sjúkrarúm! Að sjálfsögðu vona ég, að þróunin gangi í þessa átt, en við megum ekki gleyma því, að það mun einnig koma fram ný og dýr tækni, svo sem ofur-segulsneiðmyndtækni og nýþróuð dýr lyf til þess að meðhöndla ósköp venjulega sjúkdóma. Ný tækni mun bæði spara peninga og auka útgjöldin, ef til vill fremur hið síðara. Þetta leiðir okkur eðlilega að næstu röksemda- færslu, sem ég hefi meiri trú á. Hún gengur út á það, að við notum óþarflega mikið fé í lyf og dýra greiningartækni. Við tökum okkur allt of margt fyrir hendur, án þess að vita hvort það hafi æski- leg áhrif eða ekki. Ég held að við gætum sparað verulega, ef við beindum kröftum okkar að þrennu: 1. Hefðbundnum stýrðum meðferðarprófun- um, til þess að kanna áhrifin af'lækningastarfsem- inni. 2. Safngreiningu (meta-analysis), er miðar að því að fá samræmt yfirlit yfir þá þekkingu. sem tiltæk er. 3. Verkefnum á sviði gæðatryggingar, til þess að stuðla að því, að læknar beiti þeirri þekkingu, sem við ráðum yfir. Vísindaleg hugsun og trygging gæða En ég verð að játa, að það er erfið ferð að feta þennan stíg og fyrir því eru að minnsta kosti tvær ástæður: í fyrsta lagi fá læknar ekki sérlega mikla þjálfun í að hugsa rétt um vísindi eða gæðatryggingu. í öðru lagi lifum við í neyslusamfélagi, sem einkennist af óvandlátri heimspeki vaxtarins. Neysla og vöxtur teljast af hinu góða, hvað sem það svo er sem neytt er eða vex. Það er torvelt að einangra heilbrigðisþjónustuna frá þessari vaxtar- hugsun á alþjóðavettvangi og það er þungsótt að hindra það á Norðurlöndum, að tekin sé upp ónauðsynleg tækni, þegar henni er beitt í öðrum löndum. Að síðustu er það svo afstaða fólksins, það er að segja horf manna við sjúkdómi og heilbrigði í menningu okkar. Ég hitti til dæmis marga sjúk- linga með óþægindi frá ertum ristli, svo sem harð- lífi og innantökur og það getur verið býsna óþægi- legt fyrir þá, þó góðkynja sé. Samt finnst mér sjúklingarnir ganga einum of langt, þegar þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.