Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Síða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Síða 32
32 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Hvaða gildi hefur bein þátttaka í rannsóknum fyrir læknanema meðan á námi þeirra stendur? í fyrsta lagi er engin þjálfun slík í sjálfstæðum vinnubrögðum og sjálfstæðu gagnrýnu mati á öll- um þeim upplýsingum sem á okkur dynja á degi hverjum. Vegna þess hve þekkingargrunnur læknisfræðinnar breytist ört á okkar tímum er ef til vill ekkert atriði í læknismenntuninni mikil- vægara en að kenna læknanemum að standa á eigin fótum, taka ábyrgð á eigin menntun og við- haldi hennar. Þeir þurfa að þroska sjálfstæða gagnrýna hugsun, sjálfstætt gagnrýnið mat jafnt á nýjungum sem á gamalgrónum sjónarmiðum og úrræðum. Því er mikilvægt að í náminu taki læknaneminn þátt í þekkingarleitinni sjálfri. Við- fangsefnin þurfa að vera alvöruviðfangsefni; ann- ars er hætta á að reynslan verði gagnslaus og jafnvel spillandi. Bein hagnýt afleiðing af slíkri þátttöku í alvöru rannsóknum er þjálfun í þeirri tækni sem þarf til að sækja sér vitneskju um al- menn eða sértæk efni og ekki síður í því að fylgjast með nýrri og breytilegri þekkingu. Þessi kennslu — eða öllu heldur menntunaraðferð er andstæða ítroðslunnar, sem miðast oft við ákveðna kafla í ákveðinni kennslubók. Kennslan sjálf fer fram í einstaklingsbundnu samstarfi eða í samstarfi í litl- um hópum þar sem allir eru virkir. Þótt vandaðar kennslubækur haldi að sjálfsögðu gildi sínu eru takmarkanir þeirra augljósar, en hitt þó miklu mikilvægara að læknanemar snúi baki við hugsun- arhætti hins endanlega, afmarkaða námsefnis, sem aldrei getur dugað nema til næsta prófs, en temji sér þess í stað afstöðu símenntunar, sívök- ullar endurnýjunar og endurskoðunar, sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Það er erindi mitt hér í dag að enginn þáttur í læknakennslunni þjóni þessum markmiðum betur en bein þátttaka í alvöru rann- sóknarverkefnum. Og helst þarf allt umhverfi læknakennslunnar að vera gegnsýrt hugsunar- hætti hinnar vísindalegu aðferðarfræði, þar sem grundvallarspurningar eiga rétt á sér og örva menn til tilrauna og athugana á eigin spýtur. Ég hef áður í tengslum við þessi 75 ára hátíða- höld Læknafélags íslands velt fyrir mér spurning- unni, hvort ástæða sé til þess fyrir hið örlitla ís- lenska samfélag, sem sækir mest af þekkingu sinni, ekki síst raunvísinda- og tækniþekkingu, til annarra landa, hvort ástæða sé til þess fyrir svo dvergvaxið samfélag að eyða miklum fjármunum í glímu við grundvallarvandamál, grunnvísindi. Margháttuð rök er unnt að færa fyrir því að ástundun grunnvísinda sé nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að nýta nútímaþekkingu læknavís- inda á hinn árangursríkasta hátt í þágu skjólstæð- inga okkar. Með tíðum námsferðum og örlátri nýliðun í læknastétt með ungu fólki sem sótt hefur menntun til annarra landa mætti þó eflaust veita góða læknisþjónustu án tengsla við öflugt rann- sóknarumhverfi. En ég tel mig hafa fært rök fyrir því hér í töluðum orðum, að menntun læknanema og undirbúningur undir læknisstörf á nýrri öld verði að fara fram í öflugu rannsóknarumhverfi og helst með beinni þátttöku læknanemanna sjálfra í rannsóknarstarfi. Fyrir átta árum hófst síðasta lota í endurskoðun námsefnis við lækndeild Háskóla íslands. Næsta vor útskrifast fyrsti árgangur lækna, sem hefur stundað nám eftir þeirri námsskrá. Róttækasta breytingin var að helga þriggja mánaða blokk á fjórða ári rannsóknarverkefnum, sem hver læknanemi vann undir verkstjórn kennara. Engar takmarkanir voru á efnisvali. Það gat verið klín- ískt, preklínískt, grunnvísindi. Sækja mátti út fyrir læknisfræði og rannsóknirnar mátti stunda á Islandi eða á erlendri grund. Hér skal aðeins getið nokkurra dæma um verkefnavalið, og þau eru valin af handahófi: 1. Kalkinntaka og beinþéttni íslenskra kvenna. 2. Ahrif hitastigs á verkun sýklalyfja gegn Pseudomonas aeruginosa. 3. Hægra greinrof, algengi, nýgengi, afdrif. 4. Breytingar á hjartslætti, líkamshita, húð- hita, hreyfingum o.fl. hjá sjúklingum með felmt- urröskun (panic disorder). 5. Hlutverk týrósín fosfórunar í myndun inósi- tólfosfata, losun arakídónsýru og myndun prosta- sýklíns í æðaþeli. 6. Áhrif interleukín 6 á samloðun brjóst- krabbameinsfrumna. 7. Leitað var svara við spurningunni: „Eru tengsl á milli fæðumótefna og ofnæmiseinkenna hjá ungbörnum?“ 8. Na/Ca skipti í hjartafrumum. 9. Algengi og nýgengi blóðrásartruflana í ganglimum íslenskra karla. 10. Notkun tíðahvarfahormóna á íslandi. 11. Augnfylgikvillar alnæmis. 12. Skimun fyrir hepatitis C hjá blóðbankan- um. 13. Lærleggsbrot meðhöndlað með merg- nagla. 14. Non-seminoma krabbamein í eistum ís- lenskra karla 1971-1990. Greining, stigun og lífs- horfur. 15. Hlutverk ADP-ribósýleringar í EDRF myndun æðaþels. Þetta eru aðeins dæmi valin af handahófi úr

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.