Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 6

Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 6
Kröfu FME hafnað Samdægurs og Kjarninn birti umrædda skýrslu PwC um Sparisjóðinn í Keflavík fór Fjármálaeftirlitið þess á leit við Kjarnann að skýrslan yrði tekin úr birtingu á heimasíðu miðilsins og einungis yrðu birtir þeir hlutar skýrslunnar sem þegar höfðu verið gerðir opinberir af hálfu Fjármála- eftirlitsins, það er efnisyfirlit og inngangur skýrslunnar. Í skýrslunni væri að finna mikið af persónu greinanlegum upplýsingum um einstaka viðskiptavini sparisjóðsins sem Kjarninn hefði ákveðið að birta án þess að gera upp- lýsingarnar ópersónugreinanlegar. Vandséð væri þörf almennings á að hafa aðgang að slíkum upplýsingum sem gætu haft þau áhrif að særa og meiða fjölda einstaklinga. Kjarninn hafnaði beiðni FME um að taka skýrslu PwC úr birtingu og telur að upplýsingarnar sem þar sé að finna séu sambærilegar þeim sem var að finna í skýrslu Rannsóknar- nefndar Alþingis. Því sé skýrt fordæmi fyrir birtingu slíkra upplýsinga. Í svari Kjarnans við bréfi FME sagði jafnframt: „Fyrir forvitnissakir væri ágætt að fá að vita af hverju FME telur sig hafa það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra einstaklinga sem eftirlitið telur að geti orðið sárt eða meitt vegna birtingu skýrslunnar. Getur FME ennfremur vísað til heimildar fyrir þeirri kröfu sem sett var fram í upphaflega póstinum?“ FME ítrekaði síðar beiðni sína með öðrum tölvupósti. Þar segir að Fjármálaeftirlitið hafi ekki getað orðið við ítrekuðum óskum um birtingu skýrslunnar, vegna álits úrskurðarnefndar um upplýsingamál um að í henni væri slíkt magn trúnaðarupplýsinga að ekki hafi einu sinni verið hægt að afmá þá hluta sem innihéldu slíkar upplýsingar. Þá sagði orðrétt í síðari tölvupósti FME til Kjarnans: „Þá hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með að lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 sé fylgt og því að rannsaka hvort 58. gr. laganna um bankaleynd hafi verið brotin. Brot gegn ákvæðinu getur varðað stjórnvaldssektum eða, ef sakir eru miklar, sektum eða fangelsi. Þá varðar það við almenn hegningarlög að skýra opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi er réttlæti verknaðinn.“ 2/05 kjarninn fjármál Í Kjarnanum 22. ágúst Kjarninn fjallaði ítarlega um skýrslu PwC síðasta fimmtu- dag og birti hana í heild sinni á vefnum. Hún er enn aðgengileg ef smellt er á gula hnappinn hér að neðan. Smelltu til að sækja skýrsluna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.