Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 11

Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 11
Þ jóðaratkvæðagreiðslur eru sögulega ekki stór hluti af lýðræðishefð Íslendinga. Líkt og flest- allar aðrar vestrænar þjóðir völdu Íslendingar að setja á fót fulltrúalýðræði þar sem kjörnum fulltrúum var falin ákvörðunartaka fyrir hönd þjóðarinnar. Í kjölfar upplýsingabyltingarinnar sem varð samhliða útbreiðslu internetsins jókst aðgengi almennra borgara að upplýsingum og geta þeirra til að taka upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir sömuleiðis. Í stjórnarskrá Íslands er ákvæði um málskotsrétt for- seta. Ákvæðið, sem oft hefur verið kallað öryggisventill þjóðar viljans, virkar þannig að sitjandi forseti getur synjað lögum um undirskrift og vísað þeim þannig til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Fyrstu 60 árin eftir sjálfstæði Íslendinga var málskotsrétturinn ónýttur. Í raun má segja að einungis einu sinni á því tímabili hafi myndast mikill þrýstingur á sitjandi forseta að beita honum. Þrýst á forseta vegna EES Árið 1992 tók stjórnarandstaðan á Alþingi sig saman og lagði fram þingsályktunartillögu um að aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) yrði borin undir þjóðaratkvæði. Flutningsmenn tillögunnar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Kristín Einarsdóttir, Páll Pétursson og Ragnar Arnalds. Sumarið áður, 1991, hafði verið hrint af stað undirskrifta- söfnun á landsvísu gegn aðild að EES. Þegar undirskriftirnar voru afhentar þáverandi forseta Alþingis, Salome Þorkels- dóttur, rúmu ári síðar höfðu safnast um 34 þúsund. Þetta var fyrir tíma internetsins og því voru allar undirskriftirnar hand- skrifaðar. Þær breyttu því þó ekki að þingið samþykkti aðildina og sneru andófsmenn hennar sér að þáverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Eftir umhugsunarfrest ákvað Vigdís að beita ekki málskotsréttinum. Í grein eftir Baldur Þórhalls- son, sem birtist í bókinni „Evrópustefna íslenskra stjórnvalda: Stefnumótun, átök og afleiðingar“, kom fram að Vigdís taldi sig hafa átt gríðarlega erfitt með að fara gegn þjóðkjörnu þingi. 2/09 kjarninn stjórnmál Stjórnmál Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.