Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 68

Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 68
F ulltrúar nýja stjórnarmeirihlutans reynast yfir- lýsingaglaðir um þörfina á niðurskurði hjá hinu opinbera. Yfirlýsingarnar koma nokkuð á óvart og ganga í berhögg við kosningabaráttu þessara flokka þar sem verulegu svigrúmi var lofað í skattalækkanir, aukningu útgjalda og hundruðum milljarða til handa skuldsettum heimilum. Þannig lofaði núverandi formaður fjárlaganefndar 12-13 milljarða króna aukningu til Landspítalans í kosningakappræðum í sjónvarpssal og því sem hún kallar afturvirka leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja. Málsvörn meirihlutans fyrir breyttri afstöðu hefur verið á þá lund að staða ríkisfjármála hafi ekki verið fyllilega ljós í kosningabaráttunni. Gott og vel en á móti má benda að þáverandi stjórnarflokkarnir bentu ítrekað á að litlu væri hægt að lofa á meðan skuldir hins opinbera væru jafnháar og raun ber vitni og ríkið væri enn að safna á sig skuldum. Formaður Vinstri grænna tefldi fram áætlun sem gerði ráð fyrir frekari tekjuöflun til að ráðast í innviðafjárfestingu og aukningu til velferðarmála. Þess fyrir utan eru upplýsingar um opinber fjármál aðgengileg almenningi og enn aðgengi- legri stjórnmála mönnum á Alþingi. En hver er þessi nöturlega staða sem kallar á þessar yfirlýsingar um niðurskurð? Í ár stefnir í að halli á ríkissjóði verði í kringum -2% og að rekstur hans utan fjármagnsliða verði réttu megin við núllið. Einungis örfáar þjóðir í Evrópu geta státað af slíkum rekstri. Meðaltalið fyrir G-20 ríkin var hátt í -7% á heildarjöfnuði fyrir 2012 og nálægt -5% séu fjár- magnsliðir teknir frá. Það er því óþarfi fyrir stjórnmálamenn á Íslandi að fara fram úr sér í yfirlýsingum um slæma stöðu þegar kemur að halla ríkissjóðs. Einnig þarf að huga að mannlegri hlið mála. Hið opinbera gekk í gegnum erfitt niðurskurðartímabil eftir hrun og opin- berir starfsmenn lögðu á sig mikið erfiði til að láta allt ganga upp þrátt fyrir verri vinnuaðstæður, frestun framkvæmda, lægri laun og minna svigrúm til athafna. Ekki er hægt að biðja um slíkt til eilífðarnóns og raunar ekki ástæða til þegar efnahagslífið hefur fjarlægst verstu áhrif hrunsins. Ósamkvæmnin í málflutningi stjórnarliða í ríkis- fjármálum birtist þó ekki eingöngu fyrir og eftir kosningar. Aðgerðir þeirra á sumarþingi gáfu ekki til kynna að sér- stakar áhyggjur væru af því að ná fjárlögum ríkisins saman. Stærstu málin á því þingi sneru að lækkun tekna ríkisins, svo sem lækkun veiðigjaldsins. Þær aðgerðir til viðbótar þeirri fyrirætlan meirihlutans að framlengja ekki auðlegðar- skattinn fela í sér tekjutap fyrir ríkissjóð upp á hátt í 20 milljarða á ári. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar juku þannig hallann um meira en 1% í stað þess að ná utan um hann. Að ósekju hefði sumarfrí ráðamanna því mátt byrja í maí. Að óbreyttu hefðu þær tekjur sem meirihlutinn gaf frá sér reynst mikilvægar til að loka þeim litla halla sem eftir var. Tekjurnar áttu að ganga upp í að greiða niður hallann en einnig að hrinda af stað framkvæmdum um allt land til að örva hagvöxt og skapa atvinnu. Slík örvun var orðin tíma- bær enda er opinber fjárfesting í algjöru lágmarki og ljóst að ef henni er ekki ýtt frekar af stað verður hagvöxtur enn minni en áætlanir gera ráð fyrir. Hættan við frekari aðhalds- aðgerðir hjá hinu opinberu er að þær vinni gegn mark miðum um jöfnuð í ríkisfjármálum vegna neikvæðra afleiðinga. Atvinnulífið hefur ekki tekið nægjanlega við sér og á meðan svo er væri frekari niðurskurður ríkisins beinlínis skað legur efnahag landsins. Félagslega er heldur ekki verjandi að skera frekar niður í mennta- og velferðarmálum. Ríkisstjórnarflokkarnir mögnuðu upp miklar væntingar í kosningabaráttu sinni. Ákvarðanir á sumarþingi gætu því reynst ríkisstjórninni þungbærar. Fyrir vikið þarf hún að ráðast í aðhald á öðrum sviðum. Og hvar á þá að bera niður? Ef það var mat stjórnarmeirihlutans að auðug ustu þegnar samfélagsins og útgerðin í landinu gætu ekki tekið á sig meiri byrðar, hverjir geta það þá? Hvar á að bera niður? 01/01 kjarninn stjórnmál álit Huginn Freyr Þorsteinsson heimspekingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.