Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 58
listum í samfélaginu og auka þannig fagmennsku í tengsl-
um við allt sem lýtur að menningu. Þar á ég við öll ferli, allt
frá faglegri aðstöðu fyrir listamenn, til dæmis í opin berum
stofnunum, til viðhorfs þeirra sem njóta lista á ýmsum svið-
um – jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því.“
Fríða segir að listamenn á Íslandi sjáist mikið í fjöl miðlum
og leggi þannig sitt af mörkum til umræðunnar á hverjum
tíma. Hún telur að kennarar og starfsfólk Listaháskólans geti
einnig tekið þátt í þessari umræðu, lagt sitt af mörkum. „Nem-
endur okkar sjást reyndar mjög víða, eru áberandi í fjölmiðl-
um og leggja margt til daglegrar tilveru okkar en kennarar og
starfsfólk skólans mættu ef til vill taka meiri þátt í fjölmiðla-
umræðunni. Það er kannski hlutverk mitt að móta með hvaða
hætti það gæti orðið. Það skiptir máli að Lista háskólinn sé
inni í umræðu í samfélaginu því að hann hefur umtalsverðri
þekkingu að miðla, ekki síst á sérsviðum sínum.“
menningin hefur blómstrað eftir hrunið
Þrátt fyrir að margt megi betur fara þegar kemur að starfi
á sviði lista hér á landi er menningarlífið blómlegt hér.
Fríða segir Íslendinga duglega að mæta á listviðburði.
„Mjög margir sækja leikhús, listsýningar og tónleika og fólk
almennt leggur menningarlífinu lið. Íslendingar eru áhuga-
samir um listir og mæta vel á viðburði, hvorheldur litið er
til grasrótarinnar eða stofnanna. Sú staðreynd er sönnun á
því að menningin, sem allt listastarfið fellur undir, stendur
okkur Íslendingum nærri.“
7/08 kjarninn VIðmæLandI VIkunnar
ÞarF lhÍ á nýju húSnæði að halda?
„Það kostar mikið að reka skóla í þremur húsum og
það væri mikið hagræði í því að vera með alla starf-
semina í einu húsi. En ég kvarta ekki undan þessu.
Staðan er þessi sem hún er og það þarf að vinna út
frá því, þó að til framtíðar litið sé mikil hagræðing í
því að bæta úr húsakosti skólans og færa starf-
semina undir eitt þak. Þessi skóli er rekinn á núlli
og það er ekki hans hlutverk að safna auði. Það er
mögulega hægt að afla meira fjár með öðrum hætti
en frá ríkinu og það gæti gerst samhliða því að
fyrirtæki í landinu efldu skilning sinn á því hversu
dýrmætt það er að leggja samfélaginu lið. Ég tel að
fyrirtæki mættu vera duglegri að styðja við samfé-
lag sitt, til dæmis með verkefnum eða framlögum
til margvíslegra sameiginlegra verkefna á sviði
mennta og rannsókna. Það er arðbært og gott fyrir
samfélagið.“