Kjarninn - 29.08.2013, Side 23

Kjarninn - 29.08.2013, Side 23
ekki segja meira en það,“ hafði AP-fréttastofan eftir hon- um á þriðjudag. Moallem líkti ásökunum Bandaríkjamanna nú við ásakanir þeirra um að gjöreyðingarvopn væri að finna í Írak áður en ráðist var inn þar árið 2003. Blóðugt stríð Borgarastríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í tvö og hálft ár. Samkvæmt tölum SÞ höfðu yfir hundrað þúsund manns fallið frá upphafi stríðsins og fram í júní og nálgast fjöldi flótta- manna nú tvær milljónir. Til samanburðar er talið að 174 þúsund manns hafi látist í Írak undanfarin tíu ár. Í síðustu viku sögðu SÞ að fjöldi barna sem flúið hefði land vegna átak- anna væri ein milljón. Þar af eru 740 þúsund börn ellefu ára og yngri. Eins og yfirleitt í stríðsátökum er það almenningur sem þjáist. Uppreisnin í Sýrlandi var í byrjun hluti af arabíska vorinu en nú berjast þar vopnaðir hópar uppreisnarmanna gegn stjórnarhernum. Sumir telja að mismunandi hópar þeirra skipti hundruðum og séu jafnvel fleiri en þúsund. Uppreisnar mennirnir hafa barist með utanaðkomandi stuðn- ingi, ekki síst frá Sádi-Arabíu, sem talið er að hafi útvegað 400 tonn af vopnum. Meðal uppreisnarmanna má finna ýmsa hópa, suma tengda Al-Kaída og öðrum hryðjuverkasamtök- um. Sýrlensk stjórnvöld hafa líka sterka bandamenn, til að mynda Íran, Rússland og Hezbollah-samtökin. Bæði stjórn- arherinn og uppreisnarmenn hafa gerst sek um voðaverk. Efnavopn fylla mælinn Barack Obama Bandaríkjaforseti lét hafa eftir sér fyrir rúmu ári að ef upp kæmist um notkun efnavopna gegn sýrlensk- um borgurum yrði það tilefni til aðgerða. Þá væri gengið of langt. Heimurinn hræðist efnavopn og 189 ríki hafa skrifað undir alþjóðlegan samning, sem felur í sér að ríkin megi ekki eiga slík vopn. Sýrland er ekki aðili að þessum samningi en á hins vegar aðild að Genfarsamningnum um bann við notkun eiturefna, gass og sýkla í hernaði. Tilgangurinn með árás á skotmörk í Sýrlandi er að 4/08 kjarninn alþjóðastjórnmál HlutDrægir fjölmiðlAr patrick Cockburn blaða- maður er sérfræðingur í málefnum mið-austurlanda. Hann hefur dvalið í sýrlandi og skrifað mikið um ástandið þar. Hann hefur meðal annars gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning af stríð- inu, sem hann segir of oft taka stöðu með uppreisnar- mönnum. lestu umfjöllun hans um sýrland

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.