Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 87

Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 87
Eftir aðeins fáeinar vikur á Mars hafði Curiosity stað- fest það sem sást utan úr geimnum. Jeppinn hafði lent á ævafornum árfarvegi. Vatnið, sem var nokkuð straumhart og djúpt, bar með sér sand og steina sem rákust á og rúnuð- ust. Þetta var óyggjandi sönnun fyrir fljótandi vatni! Hálfum kílómetra frá lendingarstaðnum nam Curiosity staðar, gróf í sandinn og boraði í bergið. Greining á bor- sýnunum sýndi að Curiosity stóð á ævafornum vatnsbotni. Fyrir rúmum þremur milljörðum ára var þarna stöðuvatn úr ferskvatni sem var hugsanlega drykkjarhæft. Á sömu slóð- um fann jeppinn kolefni, vetni, súrefni, fosfór og brennistein – nokkur af lykilefnum lífs – bundin í bergið. Curiosity hafði staðfest að Mars var eitt sinn lífvænlegur staður! Ráðgátan um metanið Eitt helsta markmið Curiosity er að mæla magn metans í andrúmslofti Mars. Árið 2004 töldu vísindamenn sig hafa fundið metan í lofthjúpi reikistjörnunnar en niðurstöðurn- ar hafa verið umdeildar. Staðfesti Curiosity tilvist metans á Mars verður það ein merkasta Mars-uppgötvun síðari ára. Hvers vegna hafa menn svona mikinn áhuga á metani? Metan er óstöðug gasstegund sem sundrast auðveldlega í útfjólubláu ljósi frá sólinni. Ef ekkert ferli endurnýjaði metanið hyrfi það allt á um 300 árum. Ef metan finnst er einfaldasta skýringin sú að það streymi upp úr yfirborðinu af völdum eldvirkni eða jarð- varma. Engin merki um slík ferli hafa þó fundist á síðustu árum. Aðrar útskýringar koma líka til greina en ein heillar mest: Að undir yfirborðinu séu örverur sem gefi frá sér metan. Slíkar lífverur þekkjast á jörðinni. Niðurstöður fyrstu mælinga Curiosity sýndu engin merki um metan, sem kom nokkuð á óvart. Mælingarnar útiloka samt ekki tilvist metans en setja efri mörk á mögu- legt magni þess í lofthjúpnum. Curiosity mun halda áfram að þefa eftir metani næstu árin. 3/05 kjarninn Exit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.