Kjarninn - 29.08.2013, Side 87

Kjarninn - 29.08.2013, Side 87
Eftir aðeins fáeinar vikur á Mars hafði Curiosity stað- fest það sem sást utan úr geimnum. Jeppinn hafði lent á ævafornum árfarvegi. Vatnið, sem var nokkuð straumhart og djúpt, bar með sér sand og steina sem rákust á og rúnuð- ust. Þetta var óyggjandi sönnun fyrir fljótandi vatni! Hálfum kílómetra frá lendingarstaðnum nam Curiosity staðar, gróf í sandinn og boraði í bergið. Greining á bor- sýnunum sýndi að Curiosity stóð á ævafornum vatnsbotni. Fyrir rúmum þremur milljörðum ára var þarna stöðuvatn úr ferskvatni sem var hugsanlega drykkjarhæft. Á sömu slóð- um fann jeppinn kolefni, vetni, súrefni, fosfór og brennistein – nokkur af lykilefnum lífs – bundin í bergið. Curiosity hafði staðfest að Mars var eitt sinn lífvænlegur staður! Ráðgátan um metanið Eitt helsta markmið Curiosity er að mæla magn metans í andrúmslofti Mars. Árið 2004 töldu vísindamenn sig hafa fundið metan í lofthjúpi reikistjörnunnar en niðurstöðurn- ar hafa verið umdeildar. Staðfesti Curiosity tilvist metans á Mars verður það ein merkasta Mars-uppgötvun síðari ára. Hvers vegna hafa menn svona mikinn áhuga á metani? Metan er óstöðug gasstegund sem sundrast auðveldlega í útfjólubláu ljósi frá sólinni. Ef ekkert ferli endurnýjaði metanið hyrfi það allt á um 300 árum. Ef metan finnst er einfaldasta skýringin sú að það streymi upp úr yfirborðinu af völdum eldvirkni eða jarð- varma. Engin merki um slík ferli hafa þó fundist á síðustu árum. Aðrar útskýringar koma líka til greina en ein heillar mest: Að undir yfirborðinu séu örverur sem gefi frá sér metan. Slíkar lífverur þekkjast á jörðinni. Niðurstöður fyrstu mælinga Curiosity sýndu engin merki um metan, sem kom nokkuð á óvart. Mælingarnar útiloka samt ekki tilvist metans en setja efri mörk á mögu- legt magni þess í lofthjúpnum. Curiosity mun halda áfram að þefa eftir metani næstu árin. 3/05 kjarninn Exit

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.