Kjarninn - 29.08.2013, Page 63
úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfest niðurstöðu
þess jafn oft.
Keyptu tryggingu í maí 2008
Fyrir bankahrun keyptu
flest fjármálafyrirtæki
stjórnendatryggingar
sem tryggðu að stjórn-
endur þeirra þyrftu ekki
að greiða bótakröfur
fyrir óréttmætar aðgerð-
ir. Glitnir keypti slíka
tryggingu vorið 2008 af
TM. Um svokallaða „ábyrgðartryggingu stjórnarmanna og
yfir manna“ var að ræða. Tryggingin tók gildi 1. maí 2008,
fimm mánuðum áður en bankinn fór á hausinn, og átti að
gilda til eins árs.
Tveir fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni, þeir Jón Sigurðs-
son og Þorsteinn M. Jónsson, höfðuðu mál á hendur TM
ásamt fyrrverandi forstjóranum Lárusi Welding. Þeir vildu fá
viðurkenningu á því að stjórnendatryggingin sem TM hefði
veitt Glitni væri enn í gildi. Ef svo væri þyrfti TM nefnilega
að greiða málskostnað stjórnendanna og bætur sem þeir
kynnu að vera dæmdir til að greiða vegna ákvarðana sem
þeir hefðu tekið í störfum sínum, nema sannað yrði að þeir
hefðu vísvitandi brotið af sér eða staðið að svikum.
Í apríl fengu þremenningarnir viðurkennt af Héraðsdómi
Reykjavíkur að hluti stjórnendatryggingarinnar væri enn í
gildi. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem
málið bíður meðferðar. Ef Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu
Héraðsdóms gæti TM þurft að greiða háar fjárhæðir vegna
afglapa mannanna þriggja í starfi, verði sýnt fram á slíkt.
Það á þó ekki við ef sannað þykir að mennirnir hafi vís-
vitandi brotið af sér í starfi.
Í útboðslýsingu vegna hlutafjárútboðs TM, sem fór fram
fyrr á þessu ári, kom fram að TM hefði endurtryggt sig hjá
erlendu tryggingafélagi vegna stjórnendatryggingarinnar.
02/03 kjarninn Dómsmál
smelltu til að lesa dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur
Lárus Welding Þorsteinn M.
Jónsson