Kjarninn - 29.08.2013, Síða 82

Kjarninn - 29.08.2013, Síða 82
liðsforingi stóð andspænis aftökusveitinni átti hann eftir að minnast löngu liðna kvöldsins, þegar faðir hans leiddi hann sér við hönd og sýndi honum ísinn. ...“ Við rönkuðum við okkur klukkutíma og nokkrum köflum síðar. Þetta var alvöru galdur. Kannski það sem bókmenntafræðingarnir eiga við með merki- miðanum „töfraraunsæi“ sem þeir hengja gjarnan á verk kólumbíska meistarans. Meistarann las ég síðan sem betur fer ekki fyrr en ofurlítið seinna, en þó nógu snemma til að hún hafði varanleg áhrif á það hvernig ég hugsa og hvað mér finnst. Já, og hvað ég tók mér fyrir hendur þessa daga sem ég dvaldi einu sinni í Moskvu. Það var óhjákvæmi- legt að heimsækja Patríarkatjarnir og sjá fyrir sér fyrstu kynni rússnesku gáfumennanna hans Búlgakovs af dr. Woland þar sem þeir reyna að sannfæra hann um að Guð sé ekki til, grunlausir um hver leynist bak við dulargervi útlendingsins. Ef bækurnar eru erlendar og maður kynnist þeim á íslensku er nauðsynlegt að þýðingarnar séu góðar. Með því á ég við að þær séu „sannfærandi“, að ekkert stuði lesandann og þær miðli tilfinningu fyrir stund og stað, skapi andrúmsloft. Ég veit ekkert um hvort Stefán Bjarman, Karl Ísfeld, Árni Bergmann eða Guðbergur Bergsson hafi miðlað töfrum frumtextans eins vel og hægt er að fara fram á (held reyndar að Svejk sé ekki einu sinni þýddur úr frummálinu). Grunar það samt. Hitt veit ég að þær standa algerlega fyrir sínu eins og þær eru út frá ofangreindum kröfum. Mig grunar líka – þótt það sé ljótt að alhæfa – að til að sögur grípi ungan lesanda af því alefli sem þarf til að hrifningin haldi í hann áratugum saman þurfi SAGAN að vera góð. Þessi merkilegi galdur sem fær lesandann til að geta ekki á heilum sér tekið nema hann viti hvað gerist næst og hvernig allt fer. Oftast er eiginleikinn meira tengdur við „léttmetisbókmenntir“ en hámenningu en nú vill svo til að allar eiga þessar fjórar hann sameiginlegan 3/05 kjarninn Exit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.