Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 29
F
orsætisráðuneytið ætlar ekki að fara fram á að
þrír sérfræðingar, sem eru forstöðumenn og fram-
kvæmdastjórar eignastýringa eða einkabanka-
þjónustu, víki úr störfum sínum á meðan þeir sitja
í sérfræðingahópum um skuldaniðurfellingar
og afnám verðtryggingar sem ráðuneytið skipaði nýverið í.
Meðlimir hópanna verða hins vegar látnir undirrita dreng-
skaparheit um þagnarskyldu yfir því sem fram muni koma í
starfi hópsins.
Hinn 16. ágúst síðastliðinn skipaði Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra tvo sérfræðingahópa.
Annar hópurinn á að skila tillögum um höfuðstólslækkun
verðtryggðra húsnæðislána og fjalla um mögulega galla
svo kallaðs leiðréttingasjóðs. Formaður þess hóps er dr.
Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og einn nánasti ráð-
gjafi Sigmundar Davíðs í efnahagsmálum. Þeir tveir stóðu
meðal annars vaktina saman í Indefence-félagsskapnum, sem
barðist hart gegn Icesave-samningunum á sínum tíma. Sig-
urður er líka framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, en
bankinn er með um 70 milljarða króna í stýringu hjá sér. Til
viðbótar keypti bankinn allt hlutafé í Íslenskum verðbréfum
í maí síðastliðnum, en það fyrirtæki er með um 120 milljarða
króna í stýringu hjá sér. Sameinað fyrirtækið verður í hópi
þriggja stærstu fyrirtækja á Íslandi á sviði eignastýringar
með um 190 milljarða króna í stýringu.
Fjárfesta í skuldabréfum
Í sérfræðingahópnum sem á að vinna að afnámi
verðtryggingar af neytendalánum situr Valdimar Ármann,
sjóðsstjóri hjá Gamma, meðal annarra. Gamma er rekstrar-
félag ýmissa verðbréfasjóða og er með samtals um 27
milljarða króna í stýringu, meðal annars fyrir lífeyrissjóði,
trygginga félög, bankastofnanir, fyrirtæki, erlenda aðila og
ýmsa einstaklinga. Í þeim hópi situr líka Iða Brá Benedikts-
dóttir, forstöðumaður Einkabankaþjónustu Arion banka.
Markmið þeirrar þjónustu er að veita efnameiri einstakling-
um, fyrir tækjum, sjóðum og stofnunum fjármálaþjónustu,
Efnahagsmál
Þórður Snær Júlíusson
thordur@kjarninn.is
2/06 kjarninn Efnahagsmál
smelltu til að lesa um
sérfræðingahópana tvo