Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 86

Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 86
Á rla morguns hinn 6. ágúst 2012 kom eins tonns geimjeppi á fleygiferð inn í lofthjúp reikistjörnunnar Mars. Stór hitaskjöldur kom í veg fyrir að jeppinn brynni upp. Því næst dró fallhlíf frekar úr hraðanum uns eldflaugakrani lét jeppann síga rólega niður á yfirborð rauðu plánetunnar. Curiosity var lentur, heill á húfi, eftir níu mánaða siglingu frá jörðinni til Mars. Mikill fögnuður braust út í stjórnstöðinni í Pasadena í Kaliforníu. Áfangastaður Curiosity var gígur sem er litlu stærri en Vatnajökull að flatarmáli, skammt sunnan við miðbaug Mars. Í miðju gígsins, sem heitir Gale, er stórt fjall, rúmlega tvisvar sinnum hærra en Hvannadalshnjúkur. Fjallið er lag- skipt og hefur hlaðist upp við mismunandi aðstæður í sögu Mars fyrir tilverknað vatns og vinda. Ofan í og í kringum Gale-gíginn eru mörg ummerki rennandi vatns, svo sem árfarvegir, gljúfur og aurkeilur. Það, auk lagskipta fjallsins í miðju gígsins og efnafræði- legra ummerkja um fljótandi vatn, varð til þess að vísinda- mann ákváðu að senda Curiosity í Gale gíginn. Á jörðinni stýrir nokkur hundruð manna teymi rann- sóknum þessa sex hjóla kjarnorkuknúna geimjeppa sem hingað til hefur ekið hátt á þriðja kílómetra. Hjá vísinda- mönnum snerust fyrstu mánuðir Curiosity á Mars um að læra á jeppann og prófa tækjabúnað hans. Fyrstu öku- ferðirnar voru því mjög varfærnislegar. Um leið og Curiosity ók af stað byrjaði hann að pota í grjót, smakka jarðveginn, þefa af lofthjúpnum og mæla geislunina á yfirborðinu með háþróuðum tækjum sínum. Niðurstöður geislunarmælinganna munu reynast mjög mikil vægar fyrir hugsanlega mannaða Marsleiðangra í framtíðinni. Skammt frá lendingarstaðnum ók Curiosity fram á sér- kennilegt lag sem minnti einna helst á brotna, upphleypta gangstéttarhellu. Lagið var 10 til 15 cm þykkt og vakti mikla athygli vísindamanna. Í því voru ávalar steinvölur, límdar saman með sandi. Samskonar lög finnast úti um alla jörð — í uppþornuðum árfarvegum! 2/05 kjarninn Exit Smelltu til að heimsækja vefsíðu Curiosity
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.