Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 92
áferðin hæfilega skítug og jarðbundin. Handstýrð
myndataka í mörgum atriðum, þreytt húsgögn, skítug
föt og hófleg lýsing gera heim 2 Guns trúverðugri.
Þetta er staður sem er búið í; hann er ekki bara til á
kvikmynda setti.
Hrottalegt ofbeldið minnir síðan enn frekar á níunda
áratuginn. Við sjáum hnéskeljar og hænsnahöfuð
skotin í tætlur, slagsmálin eru ekta harðhausa slagsmál
og blóðið fær að flæða, ólíkt mörgum Hollywood-
hasarmyndum sem hafa verið „hreinsaðar“ til að lækka
aldurstakmarkið. Minnir hún að mörgu leyti meira á
myndir eins og Midnight Run og Lethal Weapon en nýrri
og „hreinlegri“ hasargrínmyndir.
Hins vegar er afar fátt á bak við stælana og töffara-
skapinn. Handritið er því miður veikasti hluti myndar-
innar, þar sem söguþráðurinn er afar fyrirsjáanlegur
og persónurnar hver annarri þynnri, sér í lagi eina
kven persónan sem skiptir máli fyrir söguna, Deb (Paula
Patton), sem er eins týpísk hækja fyrir hetjuna og hægt
er að vera.
Það er í raun merkilegt hversu vel leikararnir standa
sig, þegar það sem þeir hafa til að vinna með er jafn
týpískt og handritið hér er. Það kemur til af afar góðu
hlutverkavali (Paxton sem illmenni er innblásið val) og
traustri leikstjórn sem tekur sig ekki of alvarlega. En það
breytir því ekki að upplifunin af myndinni verður mun
veikari en ef maður hefði fengið að tengjast persónunum
aðeins betur í sögu sem væri ekki jafn beinaber og hér.
Allir standa leikararnir sig vel en 2 Guns verður ekki
hápunkturinn á ferli neins þeirra.
3/03 kjarninn Exit
2 Guns í
tuttuGu orðum
Gamaldags, ekta strákamynd
með frábærum hasar en
slöppu handriti, leidd áfram
af skemmtilegum samleik
Wahlberg og Washington.
Næstbesta Hollywood-mynd
Balta.