Kjarninn - 29.08.2013, Side 27

Kjarninn - 29.08.2013, Side 27
framkvæmdastjóri SÞ, hefur beðið um að sérfræðingar stofnunar innar í Sýrlandi fái meiri tíma til að rannsaka mál- ið. Sérfræðingarnir hafi nú þegar safnað saman mikil vægum sýnum og tekið viðtöl við vitni og fórnarlömb efnavopna- árásarinnar. Hann vill að möguleikinn á pólitískri lausn verði reyndur til hlítar áður en ákvörðun verði tekin um hernað. Ban biðlaði til stríðandi fylkinga um að skoða friðarviðræður. „Hættið að berjast og byrjið að tala,“ sagði hann í fjölmiðlum í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi mögulegar hernaðaraðgerðir í Sýrlandi á fundi sínum í gærkvöldi að frumkvæði Breta. Rússar sögðu hins vegar að ljúka yrði rann- sókninni á efnavopnaárásinni áður en nokkuð yrði ákveðið, en þeir og Kínverjar hafa áður beitt neitunarvaldi sínu í ráðinu þegar kemur að málefnum Sýrlands. Efnavopnaárásin í síðustu viku færði athygli heimsins á nýjan leik til Sýrlands og gæti mögulega falið í sér tækifæri til að hefja loks friðarviðræðurnar sem Bandaríkjamenn og Rússar stungu upp á í maí síðastliðnum. Þessum viðræðum hefur sífellt verið frestað, meðal annars vegna þess að bæði uppreisnarmenn og stjórnvöld hafa haldið að þau gætu sigrað í stríðinu. Sérfræðingar hafa bent á að Assad Sýrlandsforseti hafi hleypt efnavopnasérfræðingum SÞ inn í landið nánast um leið og bandamenn hans Rússar og Kínverjar fóru fram á það, svo að mögulegt væri að fá hann að samningaborðinu með hjálp þessara ríkja. Hins vegar er erfitt fyrir sundraða hópa uppreisnarmanna að ákveða hverja eigi að senda að samninga- borðinu. Mjög ólíklegt er að friðarviðræður verði langtíma- lausn í Sýrlandi en þær gætu mögulega leitt af sér einhvers konar vopnahlé og komið í veg fyrir að stríðið haldi áfram að stigmagnast. 8/08 kjarninn alþjóðastjórnmál G ra fÍ k4 : k ja rn in n/ Bi rg ir þó r m yn d : a fp

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.