Kjarninn - 12.12.2013, Page 16

Kjarninn - 12.12.2013, Page 16
36/36 kjarninn STJÓRNMáL starfsendurhæfingar sjóði verði lækkuð um 295 milljónir. Þessa fjármuni á að nota til hækkunar framlaga til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, samtals um 3,5 milljarða króna, 1,9 milljarða til Landspítalans og 1,6 milljarða til Sjúkrahússins á Akureyri. Skjalið má sjá hér til hliðar, en tengill er inn á það þar sem það er birt á kjarninn. is. Margir þingmanna Framsóknarflokksins lýstu yfir vonbrigðum sínum með þessar tillögur og töldu þær ekki skynsam legar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra greip inn í þessa atburðarás á þriðjudag, og sagði það ekki koma til greina að skera niður barnabætur, þrátt fyrir tillögu fjármála- og efnahagsráðherra um annað. Frekar þyrftu öll ráðuneyti að taka á sig meiri niðurskurð. Fjárlaganefnd á síðan eftir að komast að endanlegri niðurstöðu hvað þessi mál varðar. fjaLLaði opinbErLEga uM pErSónuLEg fjárMáL Sín Elsa Lára arnardóttir er eini þingmaðurinn á þingi núna sem hefur fjallað mjög ítarlega um persónu- leg fjármál sín, en það gerði hún meðal annars í viðtali við Stöð 2 í ágúst á þessu ári. Í viðtali greindi hún frá því að hún hefði ásamt eiginmanni sínum tekið 26 milljóna króna verðtryggt lán fyrir fokheldu húsnæði árið 2006. Það hefði verið komið í 39 milljónir króna þegar hún kom í viðtalið. Hún og maður hennar fóru svo í gegnum hina svokölluðu 110 prósenta leið þar sem skuldir voru lækkaðar niður í sem nam 110 prósentum af markaðsvirði. Enginn annar þing- maður sem nú á sæti á þingi hefur fjallað sjálfur með jafn ítarlegum hætti um persónuleg fjármál sín. Vefsíðan Svipan.is birti í fyrra upplýsingar um verðlánaskuldbindingar þingmanna en það var ekki að frumkvæði þingmanna sjálfra, eins og var í tilfelli Elsu Láru. Smelltu til að sjá breytingar á fjárlaga- frumvarpi fyrir aðra umræðu

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.