Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 41
11/14 kjarninn vísindi
H
inn 1. desember síðastliðinn skutu Kínverjar á
loft ómönnuðu geimfari, Chang’e 3, til tungls-
ins. Fimm dögum síðar fór geimfarið á braut
um tunglið og á það að lenda þar hinn 14.
desember. Takist lendingin mun lítill jeppi,
kallaður Yutu eða „Kanínan“, aka af lendingarfarinu og hefja
rannsóknir á þessum næsta nágranna okkar í geimnum.
Tæpum mánuði fyrr skutu Indverjar á loft öðru ómönnuðu
geimfari, Mangalyaan, sem nú er á leið til Mars. Gangi allt
að óskum fer Mangalyaan á braut um rauðu reikistjörnuna í
september á næsta ári.
Sögulegir leiðangrar
Báðir leiðangrarnir eru sögulegir. Chang’e 3 er fyrsta geim-
farið sem Kínverjar hyggjast lenda á öðrum hnetti. Jafnframt
verður þetta í fyrsta sinn frá árinu 1974 sem geimfar lendir
(mjúklega) á tunglinu.
Mangalyaan er aftur á móti
fyrsta geimfarið sem Ind-
verjar senda út í sólkerfið
en þeim hefur áður tekist að
koma geimfari á braut um
tunglið.
En eru Kínverjar og
Indverjar í geimkapphlaupi?
Þessari spurningu er ekki
auðsvarað, þótt vissulega sé
samkeppni á milli þeirra.
Geimáætlanir beggja þjóða
eru metnaðarfullar en ólíkar. Markmiðin eru mismunandi og
því á þetta „nýja geimkapphlaup“ sér ekki beina hliðstæðu í
geimkapphlaupi Bandaríkjamanna og Sovétmanna á sjötta
og sjöunda áratugnum. Fyrir báðum þjóðum er það verðugt
markmið að komast á sambærilegan stall og Bandaríkin,
Rússland og Evrópa í geimvísindum, en þó ekki eina mark-
miðið.
VíSiNdi
Sævar Helgi Bragason
saevarhb@gmail.com
Yutu á tunglinu
Tölvuteiknuð mynd af Kan-
ínunni sem Kínverjar reyna
nú að lenda á tunglinu.