Kjarninn - 12.12.2013, Page 43

Kjarninn - 12.12.2013, Page 43
13/14 kjarninn vísindi Þótt Kínverjar hafi boðist til að taka þátt í alþjóðlegri sam- vinnu hefur áhuginn verið fremur lítill frá öðrum þjóðum. Fyrir tveimur árum samþykkti Bandaríkjaþing til að mynda lög sem banna Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) að eiga geimferðasamstarf við Kína. Fyrr á þessu ári bannaði NASA einnig kínverskum vísindamönnum að sækja ráð- stefnu á sínum vegum um reikistjörnur utan okkar sólkerfis. Þegar bandarískir vísindamenn hótuðu að hunsa ráðstefnuna vegna þess sáu yfirmenn stofnunarinnar að sér og skiptu um skoðun. indverjar horfa til efnahagslegs bata Geimferðamarkmið Indverja virðist fyrst og fremst hverfast um efna- hagslega þróun landsins. Indland er að þróast hratt og til að sýna fram á að landið sé aðlaðandi staður fyrir erlenda fjár- festingu í hátækniiðnaði verða Indverjar að sýna fram á tæknilega getu í alþjóðlegum samanburði. Að koma geimfari á braut um Mars er tækni- lega mjög erfitt. Um það bil helmingur allra Marsleiðangra hefur mislukkast. Takist Indverjum að koma starfhæfu geimfari á braut um Mars hefur þeim tekist betur til en Rússum, Japönum og Kínverjum og afrekað nokkuð sem aðeins Bandaríkin, Evrópa og Sovétríkjunum hefur tekist hingað til. Markmið leiðangursins er því ekki síður pólitískt. En hvernig getur þjóð með mörg hundruð milljónir manna undir fátæktarmörkum réttlætt fjárfestingu í geim- vísindum?

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.