Kjarninn - 12.12.2013, Page 44

Kjarninn - 12.12.2013, Page 44
14/14 kjarninn vísindi Þetta er eðlileg spurning en að ýmsu leyti villandi. Auður Indverja er ekki föst stærð. Tæknin sem Indverjar hafa þróað fyrir Mars-leiðangur sinn hefur beint hagnýtt gildi sem eykur hagvöxt í landinu og bætir efnahag þjóðarinnar. Með geimáætluninni efla Indverjar líka menntunarstig þjóðar- innar og halda hátæknimenntuðu fólki í landinu, sem eðli málsins samkvæmt skiptir miklu máli efnahagslega. Á þetta benda einmitt stuðningsmenn indversku geim- áætlunarinnar. Þeir segja að vel heppnaður leiðangur til Mars muni auka tiltrú erlendra fjárfesta á tæknilegri getu Indverja sem muni, til lengri tíma til litið, laða að erlenda fjárfestingu í landinu. Til að geta keppt við Bandaríkin, Kína og Evrópu um slíka fjárfestingu þurfi þeir að sýna fram á þetta. En þótt efnahagur Indverja vænkist er ekki þar með sagt að öll indverska þjóðin njóti góðs af því. Indverska geimáætl- unin getur gert Indland ríkara en ekki endilega bætt hag fá- tækasta fólksins. Að bæta efnahag þess er undir almenningi og stjórnmálamönnum komið. Það eitt að koma geimfari frá jörðinni til Mars yrði gríðar- lega stór og mikilvægur áfangi fyrir Indverja og nokkuð sem þeir gætu orðið stoltir af. Á sama hátt verður mönnuð tungllending Kínverja tilefni mikils þjóðarstolts. ítarefNi Magnalyaan Umfjöllun um Magnalyaan á stjörnufræðivefnum Chang’e 3 Umfjöllun um Chang’e 3-farið á stjörnufræðivefnum smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið M y n d ir a f in d v e rs k a g e im fa ri n u : is R O

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.