Kjarninn - 12.12.2013, Síða 56

Kjarninn - 12.12.2013, Síða 56
66/67 kjarninn DaNMÖRK harðbannað. Þess vegna gátu ráðherrann og formaður dómsmálanefndar þingsins ekki sagt að hin raunverulega ástæða væri sú að leynilögreglan óttaðist um öryggi Piu Kjærsgaard því þá hefði strax uppgötvast að kíkt hefði verið í dagbókina. Því brugðu bæði ráðherrann og nefndarformaðurinn á það ráð að segja að hátt settur maður í lögreglunni gæti ekki farið þennan dag. Ráðherrann hélt því reyndar lengi vel fram að hann vissi ekkert um málið en játaði loks í viðtölum síðastliðið mánudagskvöld (daginn áður en hann tilkynnti afsögn sína) að sagan um hinn háttsetta lögreglumann hefði verið tilbúningur. „Þetta kallar maður lygi,“ sagði einn þing- maður Einingarlistans í sjónvarpsviðtali í fyrradag. Grunur um að dagbók hefði verið skoðuð Fljótlega eftir að Kristjaníuferðinni var frestað vaknaði grunur, meðal annars hjá Piu Kjærsgaard, um að snuðrað hefði verið í dagbók hennar. Henni þótti undarlegt að þegar leynilögreglan fór að nefna daga sem gætu hentað pia kjærsgaard Þingkonan nýtur ekki vinsælda í Kristjaníu og leynilögreglan taldi sig ekki geta tryggt öryggi hennar þar.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.