Kjarninn - 12.12.2013, Page 57

Kjarninn - 12.12.2013, Page 57
67/67 kjarninn DaNMÖRK til heimsóknar í Kristjaníu hittist alltaf svo á að hún var að heiman og hefði ekki getað farið með hópnum. En hún lék á lögregluna, skráði einfaldlega ekki í dagbókina neitt um fyrir hugaða Kristjaníuferð og þegar dagurinn rann upp, 7. júní 2012, mætti hún í rauðum jakka og tók þátt í ferðinni ásamt félögum sínum úr þinginu og fleirum. Talsverð lög- gæsla var á staðnum en allt fór friðsamlega fram. 19. nóvember á þessu ári, 17 mánuðum eftir Kristjaníu- ferðina, gerðist það að trúnaðarmaður innan leyni- lögreglunnar kom fram með margs konar ásakanir á hendur yfirmanni sínum, Jacob Scharf, þar á meðal að hann hefði fyrirskipað að kíkja í dagbók Piu Kjærsgaard vegna hinnar fyrirhuguðu heimsóknar. Þetta og margt fleira varð til þess að Jacob Scharf hættir um næstu áramót sem yfirmaður PET. hitnar undir dómsmálaráðherranum Nú var heldur betur farið að hitna undir dómsmála- ráðherranum því flestum var ljóst að hann hafði verið með í ráðum og sú ákvörðun PET að kíkja í dagbók Piu Kjærsgaard hafði verið tekin með vitund hans og vilja. Eigi að síður var það ekki fyrr en nú í byrjun vikunnar að Morten Böd- skov játaði að hann hefði sagt þinginu ósatt. Í framhaldinu var hann á þriðjudagsmorguninn kallaður fyrir laganefnd þingsins, sem tók skýringar hans ekki trúanlegar. Einingar- listinn tilkynnti eftir fundinn að flokkurinn gæti ekki áfram stutt hann sem ráðherra og þá var leiknum lokið. Morten Bödskov tilkynnti afsögn sína síðar þann sama dag. Í dönsku er til máltæki sem hljóðar eitthvað á þessa leið og hefur nú kannski rifjast upp fyrir ráðherranum fyrr- verandi: Oft er sannleikurinn seinn úr munni.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.