Kjarninn - 12.12.2013, Side 60
70/76 kjarninn ViðTaL
Þ
egar Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu
Framsóknar flokksins, ber á góma fara and-
stæðingar hennar oft af hjörunum. Þegar
blaðamaður skimar eftir fréttum af henni á
Facebook og þeim athugasemdum sem skrifaðar
eru um hana sést að Vigdís er ekki bara umdeild, heldur
virðist hún kalla fram það versta í fari fólks sem skrifar á
samfélagsmiðla. Orð eins og „heimsk“, „mannhatari“ og
„fífl“ sá blaðamaður í nokkur skipti þegar Vigdísi bar á góma
á internetinu. Þá fullyrti einn netverjinn að Vigdís væri
„einfald lega vond manneskja“.
Spurð um þessa hörðu umræðu og oft á tíðum óvægnu
segist hún ekkert hugsa um það. „Ég tek þetta ekkert inn á
mig og velti þessu ekkert fyrir mér. Fólk í Samfylkingunni,
Vinstri grænum og síðan valdir bloggarar eru alltaf að skrifa
eitthvað um það sem ég er að segja en ég velti því ekkert fyrir
mér. Þau verða að eiga þetta við sig. Fyrir vikið er ég töluvert
mikið í fjölmiðlum og fæ þannig tækifæri til þess að koma
mínum sjónarmiðum á framfæri, það er kannski jákvæða
hliðin á þessu,“ segir Vigdís og glottir við tönn. Hún virðist
njóta þess að vera hötuð og játar raunar fyrir blaðamanni að
þannig sé það. „Þetta bítur bara ekkert á mig,“ segir Vigdís
aftur og hlær við.
(Uõ°VWD°DUNLVIM¡UP¡OD
Þó að óvægin orðræða bíti ekkert á Vigdísi, að hennar sögn,
er hún að glíma við grafalvarlega hluti alla daga þessar
vikurnar eins og þingmenn allir í sameiningu. Sjálf ríkis-
fjármálin, fjárlög næsta árs. Íslenska ríkið skuldar tæplega
1.500 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá Lána-
sýslu ríkisins, sem jafngildir ríflega 90 prósentum af árlegri
landsframleiðslu Íslands. Til viðbótar koma síðan þungir
gjalddagar vegna erlendra lána sem hvíla á þjóðarbúinu
í fyrirsjáan legri framtíð, ekki síst frá árinu 2016. Seðla-
banki Íslands hefur endurtekið varað við miklum skuldum
þjóðarbúsins og þörf sé á því að létta á gjalddögum með
því að lengja í lánum, ekki síst þegar kemur að skuldum
viðtal
Magnús Halldórsson
magnush@kjarninn.is