Kjarninn - 12.12.2013, Page 65
75/76 kjarninn ViðTaL
stjórnarflokkanna og ekki útséð með það enn hver lokaniður-
staðan verður í fjárlögum.
Vigdís hefur sjálf talað fyrir því að hvatarnir megi ekki
vera skakkir í samfélaginu, það er að bætur séu það háar að
lægstu laun séu lítið eitt hærri.
Nú eru þessi mál umdeild meðal fólks í stjórnarflokkunum.
Hvernig horfir þetta við þér? Er rétt að lækka barna- og vaxtabæt-
ur og greiðslur til starfsendurhæfingarsjóða, svo eitthvað sé nefnt,
eins og mál standa nú? Hvernig fer þetta saman við það að lækka
álögur á sjávarútveginn frá því sem áður var? Togast þetta ekkert
á í þér, svo ég spyrji, það er umræðan um að ríkisstjórnin sé að
hygla hinum betur settu sem hefur verið áberandi, meðal annars á
samfélagsmiðlum?
„Ég hef fyrst og fremst sagt að það skipti máli að bóta-
greiðslur almennt séu þannig útfærðar að þær dragi ekki úr
hvatanum til atvinnu. Þetta þarf að skoðast í samhengi við
Draga úr umfangi ríkisins
Vigdís segir að hið opinbera,
ríkið, þurfi að minnka að
umfangi. Efnahagslífið geti
ekki staðið undir því eins og
það sé í dag. „Ég stend alveg
við það að ég tel ríkið vera allt
of umfangsmikið og stórt og
það sé nauðsynlegt að minnka
það.“