Kjarninn - 12.12.2013, Síða 66

Kjarninn - 12.12.2013, Síða 66
76/76 kjarninn ViðTaL kjarasamninga og hversu há lægstu laun eru samkvæmt þeim. Þetta er mín staðfasta trú. Því miður finnst mér stefna verka- lýðshreyfingarinnar, ekki síst ASÍ, ekki vera til þess fallin að sýna þessu mikilvæga máli skilning því mér finnst að gera þurfi kröfu um að lægstu laun hækki enn meira. Varðandi umræðuna um sjávarútveginn og að ríkisstjórnin sé að hlífa honum sérstaklega og hygli hinum betur settu í þjóðfélaginu, þá hafna ég því alfarið. Það er mikið ánægjuefni hversu vel sjávarútvegurinn hefur gengið undanfarin ár og hann hefur greitt háar fjárhæðir til hins opinbera, bæði í hefðbunda skatta og í auðlindagjöld. Það gleymist nú stundum að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem kom auðlindagjöldum í sjávarútvegi á. Hvað varðar hin sér- tæku veiðigjöld, sem vinstristjórnin ætlaði að innheimta, þá liggur fyrir að tæknileg útfærsla þeirra var óframkvæmanleg og því lá beint við að hætta við þau. En eins og áður sagði eiga stjórnmálamenn að gleðjast yfir því hve vel gengur í sjávar- útvegi og það á að láta atvinnu greinina í friði þegar svoleiðis er. Hugmyndir vinstriflokkanna, ekki síst Samfylkingar innar, um skattheimtu í sjávarútvegi voru galnar og það kemur ekki til greina að fara eftir þeim. Ríkisstjórnin hefur ekki verið að hygla hinum betur settu, enda er hún núna að fjalla um sín fyrstu fjárlög. Í þeim verður horft til þess að stöðva halla- rekstur ríkissjóðs, almenningi til heilla. Það gagnast öllum jafnt og er grundvöllur þess að hér sé hægt að snúa vörn í sókn í efnahagsmálum.“ allt að 20 þúsund störf Vigdís segist full af baráttuhug fyrir næstu ár í stjórn málunum og horfir á verkefni sín núna í samhengi við langtíma stefnu stjórnvalda á kjörtímabilinu. „Við þurfum átján til tuttugu þús- und ný störf inn í íslenskt efnahagslíf á næstu fjórum árum. Ef okkur tekst að skapa umgjörð sem gerir fyrirtækjum mögulegt að skapa þessi störf hefur okkur tekist að koma Íslandi út úr ládeyðunni sem hefur verið hér eftir hrunið. Ég er bjartsýn að eðlisfari og nálgast þessi risavöxnu verkefni sem fram undan eru með bjartsýnina að leiðarljósi.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.