Kjarninn - 12.12.2013, Page 68
04/05 kjarninn LEiKLiST
kröfuhörðu áhorfendur sé bara einhver barnaleikur eða
dúllerí. Þegar best tekst til er upplifunin marglaga, óvænt og
eftirminnileg og að mínu mati á það allt við um Fettu Brettu.
Ég tek þó fram að ég sá ekki sýningu sama hóps, Skýjaborg,
sem sýnd var í Kúlunni á liðnu ári.
notalegur hljóðheimur
Fyrst að tónlistinni. Hún er samin af Sólrúnu Sumarliða-
dóttur og er notalegur hljóðheimur án orða, með skemmti-
legum stefjum og útúrdúrum eins og lög sem renna sundur
og saman. Og þetta er músík sem greinilega fer beint í
mjaðmir og litlar tær því stór hluti leikhúsgesta var á stans-
lausu iði þegar hún heyrðist. Þrátt fyrir látleysið leitar tón-
listin á mann eftir á – sem er mikið gæðamerki. Ég mæli með
því að foreldrar sem kannski þrá að hvíla Útvarp Latabæ og
prumpulögin setji tónlist Sólrúnar á fóninn og andi léttar.
Dansararnir Inga Maren Rúnarsdóttir og Snædís Lilja
Ingadóttir voru dásamlegar sem þessir „ólíkustu tví burar
í heimi“, Fetta og Bretta. Klifrandi, stríðandi, rennandi
saman og sundur og vinnandi sem eitt. Þær fara líka langt á
út geisluninni og sjarmera krakkana upp úr skónum. Dans-
höfundurinn Tinna Grétarsdóttir hefur unnið haganlega með
þeim og tvinnað leikmynd Guðnýjar Sigurðardóttur saman