Kjarninn - 12.12.2013, Síða 69

Kjarninn - 12.12.2013, Síða 69
05/05 kjarninn LEiKLiST við. Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi svo bókstaflega leikmynd. Einföld, hörð en þó mjúk geómetrísk form, eins og ofvaxnir svamp-brio-kubbar, sem vekja til skiptis byggingar- og niðurrifsþrá. Þakklátt gæðaefni Fetta Bretta er þakklátt gæðaefni fyrir fjölskyldur sem innihalda smáfólk. Fyrir fullorðna er þetta óvæntur gleði- skammtur, það er gaman að fylgjast með sýningunni en ekki síður viðbrögðum litlu gestanna sem sumir greina ekki milli sviðs og áhorfendasvæða og vilja dansa með. Hápunkturinn fyrir smáfólkið er mögulega eftir hina eiginlegu sýningu þegar þau mega leika sér í leikmyndinni. Það er kannski besta leiðin til að tryggja upplifunina í undirmeðvitundinni hjá þeim, að leyfa þeim að stíga inn í hana. Hversu oft hefur maður ekki óskað þess sjálfur, harðfullorðinn leikhúsgestur, að mega stíga inn í leikmynd og týna sér aðeins?

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.