Kjarninn - 12.12.2013, Side 71

Kjarninn - 12.12.2013, Side 71
31/33 kjarninn MaRKaðSMáL verður ekki rakin hér. Þess í stað verður fjallað stuttlega um aðferðafræði í kynningar- og markaðsmálum sem kallast „content marketing“ á ensku, en þetta hugtak hefur verið þýtt sem efnismarkaðssetning. hvað er efnismarkaðssetning? Efnismarkaðssetning snýst um að fyrirtæki búi til og dreifi hagnýtu, skemmtilegu og áhugaverðu efni til skýrt afmarkaðra markhópa sem fyrirtækið vill ná til. Efnis- markaðssetning byggir á þeirri kenningu að með því að gefa fólki hagnýtar upplýsingar á forsendum þess með áhuga- verðum hætti muni það skila sér í aukinni sölu og langtíma- tryggð við vörumerki til lengri tíma litið. mikil vinna sem getur borgað sig til lengri tíma Efnismarkaðssetning er langtímaverkefni sem þarf að vera samhæft öðrum aðgerðum í markaðs- og kynningarmálum. Hún byggir á því að fyrirtækið verði sjálfstæður útgefandi á efni en reiði sig síður á á kaup á auglýsingum og umfjöllun í fjölmiðlum. Til að fyrirbyggja misskilning er rétt að geta þess að eitt útilokar ekki annað í þessum efnum. Það ætti þó að vera markmiðið með efnismarkaðssetningu að fyrirtæki komist í þá stöðu að eigin útgáfa geti með tíð og tíma komið í staðinn fyrir dýrar auglýsingaherferðir að verulegu leyti. 0DUJLUP¶JXOHLNDU­GUHLõQJXHIQLV Efni sem fyrirtæki geta dreift til markhópa sinna getur verið af ýmsu tagi. Þar má nefna leiðbeiningar eða fræðslu- efni, dæmisögur (e. case studies), vídeó, blogg, vitnisburður viðskiptavina, fréttabréf, myndir, myndrænt tölfræðiefni (e. infographics) og jafnvel bækur. Efnismarkaðssetning er gjarnan á öðrum nótum en hefðbundnar auglýsingar þó að línan þarna á milli sé auðvitað óskýr í reynd. ekki alveg það nýjasta í markaðssetningu Efnismarkaðssetning er hvorki ný eða frumleg aðferða- fræði í markaðsmálum. Um þarsíðustu aldamót dreifði

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.