Kjarninn - 12.12.2013, Síða 72

Kjarninn - 12.12.2013, Síða 72
32/33 kjarninn MaRKaðSMáL dekkjaframleiðandinn Michelin bæklingum til ökumanna með upplýsingum um góða viðkomustaði við þjóðvegi Evrópu. Ætlunin var að fá menn til að keyra meira og byggja upp jákvæða ímynd Michelin. Efnis markaðssetning hefur hins vegar gengið í endurnýjun lífdaga enda hentar hún sérstaklega vel á netinu, þar sem það verður sífellt auð- veldara fyrir fyrirtæki að gefa út eigið efni. Reyndar má segja að efnis markaðssetning sé forsenda fyrir árangursríku markaðs starfi á netinu. Gott efni er gulli betra Neytendur nota netið í sívaxandi mæli til að leita sér upp- lýsinga um vöru og þjónustu. Til þess nota þeir samfélags- miðla eins og Facebook eða leitarvélar eins og Google. Á samfélags miðlum verða þau fyrirtæki ofan á sem hafa eitthvað að segja, eiga gott efni sem notendur vilja deila áfram og hafa gagn og gaman af. Leitarvélar verðlauna vefi fyrirtækja sem innihalda gott efni sem svarar spurningum notenda með efstu sætum í leitarniðurstöðum. Þegar talað er um leitarvélar er ekki aðeins átt við Bing og Google heldur má alls ekki gleyma Youtube, sem er næst stærsta leitarvélin á netinu. Því getur borgað sig að rækta garðinn þar. hvað þarf að gera til að byrja? En hvernig getur hið dæmigerða íslenska fyrirtæki ástundað efnismarkaðssetningu? Hugsa þarf út frá þörfum og áhuga þeirra sem fyrirtækið vill ná til. Margar spurningar vakna: hverjir eru markhópar fyrirtækisins og hvaða viðhorf hafa þeir til fyrirtækisins? Hverju hafa markhópar fyrirtækisins áhuga á? Hvaða samfélagsmiðla nota þeir? Hvaða leitarorð nota þeir helst þegar þeir leita á leitarvélum að vöru og þjónustu eins og þeirri sem fyrirtækið selur? Í hvaða mála- flokkum getur fyrirtækið markað sér sess sem leiðandi aðili og hver er staðan núna? Enn fremur þarf að athuga hvort vefur fyrirtækisins er þannig úr garði gerður að hann styðji við það sem gera þarf. Þá þarf kannski að stofna síður á Face- book, Youtube eða á öðrum samfélagsmiðlum.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.