Kjarninn - 12.12.2013, Qupperneq 76
Dómsmál
meiðyrði og
viðskipta fléttur
Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl. segir frá athyglis-
verðum dómum Hæstaréttar á árinu 2013
a
f ýmsu er að taka þegar skoða skal og fjalla um
áhugaverða dóma Hæstaréttar sem kveðnir
hafa verið upp á árinu. Þykir höfundi rétt
að nefna eftirfarandi dóma en þó verður að
taka fram að þessi skoðun var framkvæmd af
nokkru handahófi.
Jón Ásgeir höfðaði meiðyrðamál gegn Birni
vegna ummæla sem finna mátti í bók Björns,
Rosabaugur yfir Íslandi, og Jón Ásgeir taldi
vega gegn æru sinni. Var krafist ómerkingar,
refsingar, skaðabóta og greiðslu fjárhæðar til að
kosta birtingu dómsins.
Ummælin voru ómerkt bæði í héraði og í
Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar er að finna áhugaverða um-
fjöllun um réttaráhrif afsökunarbeiðni á bæði refsiákvörðun
og miskabótaákvörðun en Björn hafði beðist afsökunar á
ummælum sínum bæði á heimasíðu sinni og með aðsendri
grein í Morgunblaðinu. Um þetta vísaði rétturinn til tveggja
eldri dómafordæma til stuðnings þeirri fullyrðingu að leið-
rétting rangra ummæla og afsökunarbeiðni hafi réttaráhrif
til að milda eða fella niður refsingu fyrir ummælin. Í téðum
dómi gekk rétturinn þó lengra og sagði að „á síðari árum
hefur slík eftirfarandi háttsemi einnig verið talin eiga að
hafa áhrif á bótaábyrgð þess sem ummælin viðhafði“. Í fram-
haldinu sýknaði rétturinn Björn af miskabótakröfu, refsi-
kröfu og kröfu til greiðslu fjárhæðar til birtingar dómsins.
Ómerkingardómurinn var hins vegar staðfestur, eins og áður
segir. Má velta fyrir sér hvort þarna sé að finna vísbendingu
um það að í kjölfar afsökunarbeiðni sé á brattann að sækja
bæði refsikröfu og bótakröfu á hendur þeim sem meiðandi
ummæli viðhafði. Það má reyndar bæta við þeirri skoðun
höfundar að refsikröfur í meiðyrðamálum séu ‘barn síns
tíma’ og því fyrr sem þær hverfa úr íslenskum hegningar-
lögum því betra.
Í þessum dómi var hins vegar ekki talið að
afsökunarbeiðni og leiðrétting rangra ummæla
skyldi hafa sömu áhrif og í ofangreindum
dómi, heldur voru ummælin ómerkt og ritstjóri
fjölmiðilsins sem viðhafði ummælin dæmdur til
greiðslu miskabóta. Virðist þar helst koma til
skoðunar að Viðskiptablaðinu, sem ummælin
birti, hefði gefist nægt ráðrúm til að kanna réttmæti frá-
sagnarinnar áður en hún var birt með því að bera hana undir
hlutaðeigandi aðila. Þar sem það hafði ekki verið gert, sem
og þar sem ummælin gætu ekki talist eðlilegt framlag til
opinberrar umræðu um þjóðfélagsmál, voru þau ómerkt og
miskabætur dæmdar.
Téður dómur vakti mikla athygli á árinu, einkum
vegna sératkvæðis Ingibjargar Benedikts dóttur
hæstaréttardómara. Meirihluti réttarins taldi að
sú háttsemi að stinga fingrum upp í endaþarm
brotaþola og leggöng og klemma þar á milli,
varðaði ekki 1. mgr. 194. gr. almennra hegningar-
laga, þ.e. að háttsemin teldist ekki „önnur
kynferðismök“ vegna þess að háttsemin hafði
haft þann tilgang að meiða brotaþola en hefði
ekki verið framin í kynferðis legum tilgangi.
Þessu var minnihluti réttarins alls ósammála
enda bæri að túlka 1. mgr. 194. gr. alm. hgl. með þeim hætti að
nægjanlegt væri að umrædd háttsemi væri almennt til þess
fallin að veita gerandanum kynferðislega fullnægju og skipti
þá ekki máli hvort tilgangur gerandans í umrætt sinn hefði
verið kynferðis legur eða ekki. Taldi minnihlutinn að með
háttseminni hefði brotaþoli verið beittur „grófu kynferðislegu
ofbeldi“ og brotið „freklega gegn kynfrelsi hennar“.
Þá er rétt að geta nýlegs dóms, sem kveðinn var
upp 4. desember síðastliðinn um sönnun á tilvist
og efni erlendrar réttarreglu. Áður en að þeim
dómi verður vikið er rétt að fjalla fyrst um ann-
an eldri dóm Hæstaréttar um sama efni:
Í 2. mgr. 44. gr. laga um meðferð einkamála
nr. 91/1991 segir að sá sem ber fyrir sig erlenda réttarreglu
verður að leiða tilvist og efni hennar í ljós. Þetta þýðir að
sönnunarbyrði um efni erlendrar réttarreglu hvílir á þeim
sem byggja vill rétt á henni. Réttarreglur eru eðli sínu
samkvæmt háðar túlkun og því oft fyrirsjáanlega nauðsyn-
legt að sanna þurfi hvernig tiltekinni réttarreglu sé beitt í
framkvæmd eða meðförum erlendra dómstóla. Í téðu dóms-
máli var um slíkt að ræða og hafði Commerzbank aflað sér
lögfræðilegrar álitsgerðar frá erlendum sérfræðingi um
efni og tilvist hinnar erlendu réttarreglu sem byggt var á. Í
þessu skyni vildi Commerzbank leiða þann sérfræðing sem
vitni sem framlagða álitsgerð hafði samið. Um það sagði
Hæstiréttur: „Sönnunarskyldu um efni og tilvist erlendrar
réttarreglu samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 verður
ekki fullnægt með því að afla álits hjá erlendum málflytjend-
um eða öðrum sjálfstætt starfandi sérfræðingum.“ Orðalag
Hæstaréttar er hér afdráttarlaust. Efni og tilvist erlendrar
réttarreglu verður ekki sannað með lögfræðilegri álitsgerð
erlendra sérfræðinga.
Að þessu sögðu virðist nýlegt fordæmi Hæstaréttar ganga
þvert gegn ofangreindum dómi:
Hér virðist kveða við allt annan tón: „Til
sönnunar þeirri staðhæfingu að birting stefn-
unnar hafi verið óheimil samkvæmt breskum
eða enskum lögum hefur sóknaraðili einungis
lagt fram „afrit af þeim hluta bresku einkamála-
laganna sem varða birtingu“, án þess að því
skjali hafi fylgt þýðing á íslensku eða álit annars
en hans sjálfs á því hvernig skýra beri þessi erlendu laga-
ákvæði“. Verður ekki annað sagt um þessa niðurstöðu en að
hún gangi algerlega í berhögg við ofangreint dómafordæmi
þar sem tekið var fram að öflun álits erlendra sérfræðing til
sönnunar á efni og tilvist erlendrar réttarreglu væri þýð-
ingarlaus. En í þessum nýja dómi virðist eindregið kallað eft-
ir því, samanber orðalagið að á skorti að málsaðili hefði lagt
fram „álit annars“ en hans sjálfs á því hvernig túlka bæri téð
lagaákvæði. Hér er því uppi réttaróvissa um hvernig
sanna beri efni og tilvist erlendrar réttarreglu og
litla vísbendingu að finna fyrir málflytjendur hvort
hæstiréttur geri kröfu um öflun sérfræðiálits eða
ekki til sönnunar. Málflytjendum kann því að vera
vandi á höndum í þessum efnum. Athygli vekur að
báðir dómarnir sem nefndir hafa verið sem fjalla
um sönnun á efni og tilvist erlendrar réttarreglu eru
kveðnir upp af þremur dómurum Hæstaréttar.
Eins og áður segir liggur ekki tæmandi lögfræði-
leg rannsókn til grundvallar handahófskenndu vali
ofangreindra dóma. Þess má einnig geta að á árinu
kvað Hæstiréttur upp dóma í flóttamannamálum
sem áhugaverðir mega teljast, sem og dóma hvar
áfram var fjallað um gengislánamál.
um höFunDinn
Sigríður Rut
Júlíusdóttir
er hæstaréttar-
lögmaður á lög-
mannsstofunni
Rétti.
22/22 kjarninn DÓMSMáL
hrd. 383/2012
Björn Bjarnason
gegn jóni ásgeiri
jóhannessyni,
kveðinn upp
24. janúar 2013
hrd. 200/2013
Björgvin Guðmunds-
son gegn pétri
Gunnlaugssyni,
kveðinn upp
7. nóvember 2013
hrd 521/2012
ákæruvaldið gegn
andreu kristínu
unnarsdóttur, X,
elíasi valdimar
jónssyni, Y, jóni
ólafssyni og óttari
Gunnarssyni,
kveðinn upp
31. janúar 2013
hrd. 410/2012
kaupþing banki hf.
gegn Commerzbank
aG, kveðinn upp
16. ágúst 2012
hrd. 739/2013
Bakkabraedur
holding B.v gegn
arion banka hf.
kveðinn upp
4. desember 2013