Kjarninn - 06.03.2014, Side 8

Kjarninn - 06.03.2014, Side 8
05/05 LEiðari stjórnmálaflokka sem eru andsnúnir Evrópusambandsaðild að halda viðræðum áfram. Það er hárrétt hjá honum. Enda lofuðu þessir flokkar því aldrei að þeir myndu gera slíkt. Þeir lofuðu því að aðild yrði ekki tekin af borðinu nema með að- komu þjóðarinnar. Að valkosturinn yrði áfram til staðar. Það loforð reyna þeir nú að svíkja. Þess vegna er þjóðin brjáluð. Ef það á að taka ákvörðun um Evrópusambands- viðræðurnar í alþingiskosningum verða þær að vera kosninga mál. Ef það á að taka ákvörðun um viðræður utan þeirra verður þjóðin að fá aðkomu að. Því hefur verið lof- að. Það er óumdeilt. Hinir frjálslyndu stjórnarhættir sem forsætis ráðherra boðaði í pistlinum sínum sumarið 2011 mega ekki fela í sér umboðslausa valdstjórn og frelsi til að ljúga. Það er ekki lýðræði. Það er pólitískur ómöguleiki.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.