Kjarninn - 06.03.2014, Page 13

Kjarninn - 06.03.2014, Page 13
05/05 EfnahagsmáL niðurfelling ekki dregin frá niðurfellingu Því var ljóst að annaðhvort myndu viðskiptavinir Lands- bankans sem falla undir forsendur stjórnvalda um skulda- niðurfellingu fá annan umgang slíkra umfram aðra lands- menn eða ríkisstjórnin myndi telja þessa sértæku aðgerð ríkisbankans á móti sínum aðgerðum, og þar með myndu skulda niðurfellingar hennar lækka verulega frá þeim 80 milljörðum króna sem upphaflega voru kynntir. Kjarninn leitaði til Landsbankans til að skýra málið. Fyrirsvarsmaður hans sagði engar tillögur ríkisstjórnar hafa borist og því væri ekki hægt að fjalla um hugsanleg áhrif. Því leitaði Kjarninn til Sigurðar Más Jóns sonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, til að fá upplýs- ingar um hvor lendingin yrði ofan á. Í svari hans segir að „aðgerðir sem einstakir lánveitendur verðtryggðra lána hafa gripið til einhliða í því skyni að lækka verð- tryggðar húsnæðisskuldir heimila dragast ekki frá leiðréttingunni“. Hlutur sem starfsmenn fengu gefins 4,7 milljarða virði Íslenska ríkið á 97,9 prósenta hlut í Lands- bankanum og starfsmenn hans 2,1 prósents hlut. Þann hlut fengu starfsmennirnir gefins eftir að ríkið samdi við kröfuhafa gamla Landsbankans um slíkt í desember 2009. Samið var um að hluturinn myndi vaxa í samræmi við hve mikið myndi innheimtast af tveimur lánasöfnum sem runnu til gamla Landsbankans, Pony og Pegasus. Þessi inn- heimta var síðan sett á skilyrt skuldabréf sem nýi Lands bankinn gaf út til þess gamla fyrir tæpu ári. Virði þess varð á endanum 92 milljarðar króna og því fengu starfsmennirnir svona stóran hlut. Eigið fé Landsbankans um síðustu áramót var 225,2 milljarðar króna. Því er hluturinn sem starfsmenn ríkisbankans fengu gefins um 4,7 milljarða króna virði. Banki í eigu ríkisins Landsbankinn er að langstærstum hluta eign íslenska ríkisins. Þó fengu starfsmenn 2,1 prósent í bankanum gefins í desember 2009.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.