Kjarninn - 06.03.2014, Blaðsíða 16
02/06 stjórnmáL
h
reinskiptar umræður hafa átt sér stað
innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknar flokksins um hvort til greina komi
að breyta um stefnu í ESB-málinu, það er að
freista þessa að ná víðtækari sátt um að setja
ESB-umsóknina á ís í stað þess að draga umsóknina formlega
til baka eins og þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveins-
sonar utanríkisráðherra felur í sér. Ríkur vilji er þó til þess
að „keyra málið áfram“, eins og einn viðmælenda Kjarnans
komst að orði, og slíta aðildarviðræðunum formlega með því
að draga umsóknina til baka.
spennan magnast
Á þingflokksfundi Framsóknarflokksins á mánudag
ræddu þingmenn um stöðu mála fram og til baka. Afstaða
meirihluta þingflokksins var alveg skýr; draga ætti umsókn-
ina til baka og að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
hefði skýrt umboð frá þingflokknum að halda því til streitu
að draga umsóknina til baka og kæfa með því umfjöllun um
aðild að Evrópusambandinu, á vettvangi þingsins, endanlega
niður.
Innan þingflokksins hefur einnig verið rætt um hvort til-
efni sé til þess að breyta um stefnu og freista þess að ná meiri
sátt um málið. Einkum eru það tveir möguleikar sem ræddir
hafa verið innan þingflokks Framsóknarflokksins, samkvæmt
heimildum Kjarnans. Það er að setja umsóknina einfaldlega á
ís út kjörtímabilið, án þess að draga hana formlega til baka,
eða að fallast á það að halda þjóðar atkvæðagreiðslu um
hvort framhald verði á aðildar viðræðum við sambandið. Eins
og áður segir er mikill meirihluti þingmanna Framsóknar-
flokksins á því að draga umsóknina til baka í takt við þings-
ályktunartillögu utanríkisráðherra þar um.
hreinskiptar umræður
Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru skoðanir um
þetta skiptari og á fundum flokksins að undanförnu hefur
verið rætt um þessi mál með víðari skírskotunum en hjá
stjórnmáL
Magnús Halldórsson
„Innan þing-
flokksins hefur
einnig verið rætt
um hvort tilefni
sé til þess að
breyta stefnu
og freista þess
að ná meiri sátt
um málið.“