Kjarninn - 06.03.2014, Blaðsíða 19

Kjarninn - 06.03.2014, Blaðsíða 19
05/06 stjórnmáL viðskiptaráð ályktar Stjórn Viðskiptaráðs Íslands ályktaði sérstaklega um þings- ályktunartillögu Gunnars Braga á fundi sínum í gær, og segir orðrétt í ályktuninni að hún telji „ekki rétt að slíta aðildar- viðræðum við ESB á þessum tímapunkti“. Þá er ítrekað í ályktuninni að stjórnvöld ættu að setja málið á ís út kjörtímabilið, í takt við það sem Vinstri- hreyfingin – grænt framboð hefur lagt til, frekar en að draga umsóknina formlega til baka. „Skynsamleg sáttaleið í þessu erfiða máli væri að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB til loka kjörtímabilsins í stað þess að slíta þeim. Það er mat stjórnar Viðskipta ráðs að sú leið myndi skapa grundvöll fyrir stjórnvöld til að vinna að uppbyggingu efnahagslífsins næstu þrjú ár í breiðari sátt við aðila vinnumarkaðarins og aðra hagsmunaaðila en ella. Nálgun af þessu tagi væri ennfremur í takt við markmið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukinn samtakamátt og samvinnu í helstu verkefnum þjóðfélagsins,“ segir í ályktuninni. Í henni segir enn fremur að það sem skipti miklu máli sé að eyða óvissu um peninga- málstefnu þjóðarinnar og það sé hægt að leiða fram skýra valkosti með aðildarviðræðum við ESB. mögulega Hægt að leggja esB-málið til Hliðar út kjörtímaBilið Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir stjórnar flokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, eiga í erfið- leikum með að ná fram tillögu um málefni sem tengjast Evrópusambandinu sem víðtæk sátt geti náðst um. Málið sé einfaldlega of umdeilt til þess. „Ef stjórnarflokkarnir ætla að breyta um stefnu frá því sem nú er finnst mér líklegast að mest sátt geti náðst um að leggja málið einfaldlega til hliðar út kjörtímabilið, líkt og Vinstri græn hafa lagt til, án þess að draga umsóknina formlega til baka,“ segir Grétar Þór. Hann segir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, í ljósi skýrrar afstöðu stjórnar- flokkanna um að Íslandi sé betur borgið utan ESB, geta leitt til erfiðrar stöðu pólitískt ef meirihluti vilji halda áfram viðræðum, þar sem áframhald viðræðna yrði þá á veikum grunni og án stuðnings stjórnvalda. Grétar Þór segir að það geti einnig spilað inn í að stutt sé í kosningar á sveitarstjórnarstiginu, og því þurfi stjórnarflokkarnir að halda vel á spilunum. „Sé horft til þeirra kannana sem hafa verið gerðar á sveitarstjórnarstiginu eru stjórnarflokkarnir í frekar sterkri stöðu, sé horft til landsins alls. Samfylkingin á hins vegar í vök að verjast víða. En landslagið getur breyst á skömmum tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.