Kjarninn - 06.03.2014, Page 23

Kjarninn - 06.03.2014, Page 23
03/06 tOpp 5 4 skuldaniðurfelling og afnám verðtryggingar Framsóknarflokkurinn rak eina best heppnuðustu kosningabaráttu Íslands- sögunnar í aðdraganda kosninganna árið 2013. Sá mikli árangur sem flokknum hlotnaðist, hann hlaut 24,4 prósent at- kvæða og forsætisráðuneytið í samsteypu- stjórn, hvíldi á staðfastri andstöðu forsvarsmanna hans gegn Icesave- samningunum og tveimur loforðum: að lækka skuldir heimila um háar fjárhæðir og afnema verðtryggingu. Skilningur flestra var sá að til stæði að lækka verðtryggðar skuldir um 240-300 milljarða króna. Þegar tilkynnt var um útfærslu kom í ljós að niðurfellingin yrði í mesta lagi 80 milljarðar króna. Þegar nefnd um afnám verðtryggingar skilaði niðurstöðu sinni skömmu síðar kom í ljós að hún var mótfallin því að afnema verðtryggingu.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.