Kjarninn - 06.03.2014, Blaðsíða 29
h
ollendingar mættu Íslendingum í
undankeppni HM í 11. október 2008. Leikurinn
fer ekki í sögubækurnar fyrir að hafa verið
magnaður fótboltaleikur þar sem snilldar-
tilþrif sáust og óvænt atvik. Heimamenn unnu
leikinn örugglega 2-0 með mörkum frá Joris Mathijsen og
framherjanum knáa Klaas-Jan Huntelaar. Íslendingar áttu fá
færi í leiknum og sáu í raun aldrei til sólar.
samt í sögubókunum
Þrátt fyrir að fótboltinn hafi ekki verið merkilegur og
leikurinn í sjálfu sér ekki mikilvægur, í ljósi yfirburða Hol-
lendinga gagnvart frekar slöku íslensku liði, var tímasetn-
ingin söguleg og hafði mikil áhrif innan hópsins hjá íslenska
liðinu. Íslenska bankakerfið hrundi dagana 7. til 9. október,
í aðdraganda leiksins. Margir
leikmanna íslenska liðsins voru
með hjartað í buxunum vegna þessa
að eyddu drjúgum tíma í símanum
að tala við bankamenn og fjármála-
ráðgjafa. Líkt og tugþúsundir Ís-
lendinga töpuðu margir leikmanna
liðsins á þessum dögum sparnaði sínum, sem bundinn var
í verðbréfum sem misstu verðgildi sitt svo til á einni nóttu.
Einbeitingin innan hópsins var af skornum skammti. Til
viðbótar var milliríkjadeila Íslands og Hollendinga, vegna
innláns söfnunar Landsbankans á Icesave-reikninga í
Hollandi og deilna um ábyrgð á reikningunum þegar allt var
hrunið til grunna, í algleymingi.
Pétur Pétursson, sem var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhanes-
sonar á þessum tíma, sagði í viðtali við Morgunblaðið
þegar leikurinn var til umfjöllunar að leikmenn hollenska
landsliðsins hefðu rætt um það í fullri alvöru að spila ekki
leikinn vegna reiði almennings í Hollandi í garð Íslendinga.
Fjöl miðlar í Hollandi voru í aðdragandanum búnir að flytja
linnulaust fréttir af því að mörg hundruð milljarða króna
innstæður Hollendinga á reikningunum, í evrum vitaskuld,
fótbOLti
Magnús Halldórsson
„Heimamenn unnu leikinn örugg-
lega 2-0 með mörkum frá Joris
Mathijsen og framherjanum
knáa Klaas-Jan Huntelaar.“