Kjarninn - 06.03.2014, Side 34

Kjarninn - 06.03.2014, Side 34
02/06 úkraína ú kraínska byltingin, sem hafði hrakið spilltan forseta frá völdum og knúið fram kosningar, snerist heldur betur um liðna helgi þegar Rússar hertóku Krímskaga, sjálfstjórnar- svæði sem tilheyrir Úkraínu. Í síðustu viku hófu vopnaðir óeinkennisklæddir menn að leggja undir sig stjórnar byggingar, flugvelli og aðra mikilvæga innviði í kringum héraðshöfuðborgina Simferópól. Á sama tíma sendu Rússar um 150 þúsund hermenn til heræfinga við landamæri Úkraínu. Síðustu daga hvarf síðan allur vafi um áætlanir Rússa. Rússneska þingið samþykkti formlega að senda hermenn þangað og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur látið hafa eftir sér að aðgerðirnar séu beinleiðis mannúðlegar og til þess fallnar að verja hagsmuni rússnesku mælandi Úkraínumanna. Þeir eru í miklum meirihluta (um 60 prósent íbúa) á Krímskaga enda var skaginn hluti af Rússlandi fram til 1954, þegar Nikíta Krúsjov, aðalritari sóvéska kommúnistaflokks- ins, gaf Úkraínu skagann til að fagna 300 ára afmæli þess að Úkraína varð hluti af rússneska heimsveldinu. Á þeim tíma áttu fáir von á því að Sovétríkin myndu nokkru sinni líða undir lok og því þótti „gjöfin“ ekki mikið tiltökumál. Nú er hún allt í einu farin að skipta miklu máli. En hvaða hags- munir eru undir? Af hverju eru Rússar að setja öll alþjóða- samskipti í uppnám? úkraína Þórður Snær Júlíusson

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.