Kjarninn - 06.03.2014, Page 37

Kjarninn - 06.03.2014, Page 37
05/06 úkraína gyðingahatara leika lausum hala í Úkraínu, sérstaklega í höfuðborginni Kænugarði. Pútín hafnaði líka þeim alþjóð- legu gagnrýnisröddum að aðgerðirnar væru ólögmætar. Þær væru þvert á móti mannúðlegar og að þeir sem töluðu fyrir viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi ættu að „hugsa um afleiðingarnar því skaðinn af þeim yrði gagnkvæmur“. Sergei Glasíev, efnahagssérfræðingur rússnesku ríkis- stjórnarinnar, sagði í kjölfarið að ef Bandaríkjastjórn léti verða af hótunum sínum um viðskiptaþvinganir gætu Rússar valdið efnahagslegu hruni í Bandaríkjunum, meðal annars með því að hætta að nota dali í milliríkjaviðskiptum. Þetta eru þó tiltölulega holar hótanir. Helstu viðskiptavin- ir Rússa eru vestræn ríki og ef það lokaðist fyrir viðskipti við Rússa myndi það líkast til hafa mun meiri áhrif á þá sjálfa en viðskiptavinina. Auk þess er hætt við því að það myndi fara um rússnesku viðskiptaelítuna, sem hefur hagnast óheyri- lega á viðskiptum með auðlindir á undanförnum áratugum, ef vesturveldin færu að frysta eignir þeirra og koma í veg fyrir að börnin þeirra gætu numið við bestu háskólana. Auk þess er hætt við því að margir helstu bandamenn Hertekin hafnarborg Ómerktir en þungvopnaðir menn tóku hafnarborgina Sevastopol á sitt vald áður en rússneska þingið samþykkti að senda hermenn inn í Úkraínu.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.