Kjarninn - 06.03.2014, Page 51

Kjarninn - 06.03.2014, Page 51
03/11 viðtaL frá árinu 2009, en niðurstöður hennar undirstrika að möguleikar hönnunar séu illa nýttir þegar hún er ein- vörðungu notuð til að fegra vöru, þjónustu eða umbúðir. Því hærra sem fyrirtæki séu í hönnunarstiganum, eða því fyrr sem þau taki hönnuði með í vöruþróunarferlið, þeim mun betur gangi þeim. Í núgildandi hönnunarstefnu stjórnvalda er lögð áhersla á þrjár grunnstoðir. Menntun og þekkingu, bætt starfs- og stuðningsumhverfi hönnuða og vitundarvakningu. „Tilgangurinn er að ýta undir framþróun á sviði hönnunar á Íslandi, styrkja innviði og menntun og styðja við þau fyrirtæki sem eru að vinna á þessu sviði svo þau geti náð skjótari árangri en ella,“ segir Halla Helgadóttir. Hún segir miklar breytingar hafa orðið hér á landi á síðustu árum, allt frá því að farið var að bjóða upp á fjöl- breytt hönnunarnám hér á landi. Áður fyrr hafi fólk leitað út fyrir landsteinana eftir slíkri menntun en nú þrífist mikil og öflug grasrót í geiranum. „Við erum auðvitað að berjast fyrir hagsmunum okkar breiðu stéttar sem við erum fulltrúar fyrir. Við erum talsmenn þessara greina gagnvart stjórn völdum og ýtum á að það verði lögð meiri áhersla á þessar atvinnugreinar. Hönnun er auð- vitað vörur sem fólk býr til, framleiðir og selur, en hönnun nýtist ekki síður og jafnvel enn frekar í að vinna með aðra hluti og í öðrum verkefnum þar sem innlegg hönnuða getur skipt sköpum,“ segir Halla. mikilvægt að huga að heildarupplifuninni Halla nefnir að svokölluð þjónustuhönnun og upplifunar- hönnun séu mest vaxandi geirarnir á þessu sviði erlendis. „Hönnuðir og arkitektar taka miklu meiri þátt í að móta upplifun einstaklingsins. Fyrirtæki eru orðin meðvitaðri um mikil vægi þess að huga að allri upplifun viðskiptavinarins og „Tilgangurinn er að ýta undir framþróun á sviði hönnunar á Íslandi, styrkja innviði og menntun og styðja við þau fyrirtæki sem eru að vinna á þessu sviði svo þau geti náð skjótari árangri en ella.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.