Kjarninn - 06.03.2014, Page 54
06/11 viðtaL
Halla segir að mesta áskorun Hönnunarmiðstöðvar sé að
opna augu atvinnulífsins fyrir mikilvægi hönnunar. Löndin
í kringum okkur séu komin mun lengra, og atvinnulífið á Ís-
landi geri sér oft og tíðum ekki fyllilega grein fyrir mikilvægi
þess að hafa hönnuði með í ákvarðanaferlinu frá byrjun.
Hönnuðir hafi verið hálfgerð aukastærð á Íslandi, og þeim
kippt inn á lokametrunum til að fegra einhverja vöru. Inn-
leiðing hönnuða á frumstigum hafi gefið góða raun víða er-
lendis, eins og áðurnefnd skýrsla Evrópusambandsins renni
óneitanlega stoðum undir. Halla nefnir tæknirisann Apple
sem dæmi. „Það er ljóst að þar vinna hönnuðir og tæknifólk
saman á jafningjagrundvelli, jafnvel þannig að hönnuðurinn
hefur lokaorðið. Hjá Apple er hönnunin alveg jafn mikilvæg
og tæknin enda lykillinn að samkeppnisforskoti fyrirtækisins
í heiminum. Fyrirtæki í dag verða að huga að því að varan
sjálf, gæði hennar, framsetning og sagan á bak við hana er
það sem allt veltur á. Neytendur eru orðnir mun betur upp-
lýstir og kröfuharðir þegar kemur að innihaldi, framsetningu
og skilaboðum. Það þýðir ekkert til lengri tíma að skreyta og
fegra eitthvað sem er ekki gott.“
ómeðvitað atvinnulíf
Ein helsta áskorun Hönnunar-
miðstöðvar Íslands er að
opna augu atvinnulífsins og
stjórnvalda fyrir mikilvægi
hönnunar.